Ísland er sjálfstætt strandríki (en ekki Danmörk, Skotland, Þýskaland, Spánn ...)

RÚV birti á vef sínum frétt um makrílviðræður. Fréttin er tvær setningar:


Formlegar samningaviðræður strandríkjanna fjögurra; Íslands, Noregs, Færeyja og ESB um makrílveiðar hefjast í Lundúnum á morgun. Viðræðurnar munu standa fram að helgi.
 

Þarna er talað um fjögur strandríki. Eitt þeirra er ESB. Það er ekki talað um Skotland, Danmörku, Spán eða Þýskaland. Þessi "sjálfstæðu" ríki eru ekki strandríki lengur. ESB hefur yfirtekið það hlutverk.

damanakiÍsland, Færeyjar og Noregur geta samið sjálf um veiðar úr flökkustofnum og ákveðið veiðar innan eigin lögsögu. Ef Ísland villtist inn í Sambandsríkið ESB myndum við missa þennan rétt.

Gríski kommúnistinn Maria Damanaki sæi um að ákveða hvað við mættum veiða. Þessi sama Damanaki og "fordæmir makrílveiðar Íslendinga" og vill að við veiðum aðeins brot af þeim kvóta sem við höfum í dag.

Trúir einhver að það sé eitthvert vit í því?


Hver er Obama? En Rompuy?

Allir Evrópubúar vita að Obama er forseti Bandaríkjanna. Meirihluti Evrópubúa hefur ekki hugmynd um hver Van Rompuy er. Hann er forseti Evrópusambandsins sem enginn kaus. Aðeins fleiri þekkja Barroso, en almenningur kaus hann ekki heldur.

Þarna sitja þeir tveir. Báðir forsetar og telja sig geta haft vit fyrir 500 milljónum íbúa 27 ólíkra ríkja. Þeir tala digurbarkalega og ætla að leysa vandann sem mótmælt er í Frankfurt, Berlín, London, Róm, Barcelona og víðar.

2_forsetar

Rumpoy segist „hafa skilning á áhyggjum" þeirra sem mótmæla heiftarlegum niðurskurði, en það væri óábyrgt að breyta um stefnu núna. Barroso notar hvert tækifæri til að predika aukinn samruna og meiri völd til Brussel.   

Það eru neyðarfundir aðra hverja helgi. Merkel og Sarkozy ná ekki samkomulagi. Sumir vilja niðurskurð en aðrir mótmæla. Einn vill meiri samruna, annar er á móti. Þjóðverjar vilja breyta sáttmálum en Írar vilja það alls ekki. Eitt evruríkið er komið í greiðsluþrot og a.m.k. þrjú til viðbótar á sömu leið.  

Það er hver höndin upp á móti annarri. En forsetarnir tveir, sem hafa ekkert umboð frá kjósendum, telja sig þess umkomna að hafa vit fyrir allri hjörðinni. Það er ekki furða að ESB sé komið í ógöngur með skaðræðisgripinn evru á herðunum.


mbl.is Evran á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband