15.10.2011 | 10:02
Nýir ráðherrar niðurskurðarmála
Hugmyndirnar eru margar, það vantar ekki. Allt frá því að refsa ríkjum með því að flagga fána þeirra í hálfa stöng yfir í að taka af þeim atkvæðisréttinn. Umfang evruvandans er ekki að fullu komið fram en ljóst að hann er mikill. Alveg hrikalegur.
Sumar hugmyndirnar eru sóttar til Bandaríkjanna. Ein er um eins konar rannsóknarrétt; nefnd Evrópuþingsins sem gæti kallað þingmenn og embættismenn til yfirheyrslu, eins og gert er í Washington. Önnur er að sameina embætti forsetanna í eitt og leyfa íbúum að kjósa. Það krefst lýðræðis, sem á ekki upp á pallboðið hjá ESB og verður aldrei gert.
Á óskalistanum sem Spiegel birti er lagt til að refsa ríkjum fyrir ábyrðarleysi í fjármálum með því að beita þau sektum eða skipa þeim niðurskurðarráðherra (austerity kommissioner). Jafnvel svipta þau atkvæðisrétti, sem væri í takt við brusselskt lýðræði".
Þegar allt er saman tekið lýsa sundurlausar hugmyndirnar algeru ráðaleysi. Engin alvöru lausn á evruvandanum er í sjónmáli. Á meðan Merkozy" tekur ekki ákvörðun heldur stjórnlaus evran áfram að skemma og skaða.