1.10.2011 | 21:46
Jæja Össur, var evran bara þýðingarvilla?
Þegar Össur kom heim af fundi í Brussel, fyrr á árinu, færði hann þjóðinni fréttir sem hann taldi góðar. Það væri að vísu erfitt sumar framundan fyrir evruna, en hún kæmi sterkari út úr þeim hremmingum strax í haust.
Og núna er komið haust. Október.
Var þetta kannski bara þýðingarvilla?
Sjálfur Olli Rehn evruráðherra fullvissaði Össur um að allt yrði í allra besta lagi. En Rehn er finnskur og Össur brusselskur og alltaf hætta á tungumálaörðugleikum.
Olli Rehn á frábæran talsmann sem er engu síðri en hann sjálfur, en ég veit ekki hvaða tungumál hann talar.
Heilsa evrunnar hefur aldrei verið verri. Hún er búin að vera og "Evra 2" í smíðum í Brussel. Reikningurinn hleypur á billjónum. Eða trilljónum.
Mikið er nú gott að fá þennan styrk.
Össur hlýtur að nýta eitthvað af styrknum góða til að láta þýða svörin frá Olli Rehn. Þá getur hann eytt misskilningnum og útskýrt örlög evrunnar fyrir þjóðinni.
Jafnvel æft sig í að segja satt í leiðinni.
![]() |
Fá 233 milljón styrk frá ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2011 | 13:19
Höfuð Árna Þórs er "vondur staður"
Árni Þór þarf aðstoð til að komast á fætur. Ná áttum.
Ef honum er illt í höfðinu er það ekki litlu hænueggi að kenna. Ef honum sortnar fyrir augum er það samviskan að reyna að gægjast upp á yfirborðið eftir öll sviknu kosningaloforðin.
"Eggið hæfði mig á vondan stað" sagði þingmaðurinn. Höfuð Árna Þórs er vondur staður. Það gera öll svikin og esb-þjónkunin. Hann er búinn að tapa stefnunni og kjósendum sínum.
Vilhjálmur var flottur.
Ef loforðasvikarinn Árni Þór hefði staðið úti á Austurvelli og hlýtt á Skagamanninn skelegga, Vilhjálm Birgisson, hefði líklega þurft að leggja hann inn.
Er ekki kominn tími á hallarbyltingu í ASÍ? Gylfa út og Vilhjálm inn!
![]() |
,,Eggið hæfði mig á vondan stað" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |