Skæruliðinn Ögmundur

Áður en Ögmundur Jónasson náði að setjast í ráðherrastólinn fékk hann ljóta pillu frá samstarfsflokknum. Sigríður Ingibjörg sagði, fyrir hönd "fleiri innan flokksins", að hún efaðist um að að friður verði um Ögmund. Ekki beint skynsamleg leið til að hefja samvinnu við nýjan ráðherra.

Rannsóknarnefnd Alþingis gerir alvarleg athugasemd við þá hefð sem myndast hefur í íslenskum stjórnmálum að forystumenn stjórnarflokkanna taki sér "húsbóndavald" langt umfram það sem stjórnskipan gerir ráð fyrir. Það leiðir af sér skaðlega hjarðhegðun.

Hvort er nú heilbrigðara:

  • a) flokkur þar sem menn skiptast á skoðunum fyrir opnum tjöldum, líka í erfiðum málum, og draga fram ólík sjónarmið.
  • b) flokkur þar sem hjarðhegðun ríkir og allir fylgja flokkslínunni.

Eigum við ekki að taka skýrslu rannsóknarnefndar alvarlega? Ærið er nú tilefnið.

Það virðist svo innbrennt í þjóðina að stjórnmálamenn eigi að "fylgja línunni" að þegar menn leyfa sér að fylgja skoðun sinni, eins og stjórnarskráin býður, er talað um órólegu deildina. Þá þarf að koma aga á liðið til að "tryggja vinnufrið".

Jóhanna kallar það "að þétta raðirnar". Og ef henni er ekki hlýtt umyrðalaust kvartar hún yfir kattasmölun. Einn bloggari gengur svo langt að kalla Ögmund skæruliða (þaðan kemur fyrirsögnin) af því að hann situr ekki og stendur eins og flokkslínan býður.

Má ég þá frekar biðja um kost a), sem er heilbrigðara fyrir stjórnmálin, lýðræðið og samfélagið allt. Pólitík á að snúast um skynsemi og réttlæti en ekki aga og húsbóndahollustu. Járnagi skapar ekki traust.

 


Bloggfærslur 3. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband