25.9.2010 | 14:56
Samninginn á vestfirsku (fyrir Össur)
"Fyrr í þessum mánuði hófst vinna hjá þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytis við að þýða Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins yfir á íslensku" segir í Fréttablaðinu í dag, en verkinu á að ljúka eftir áramótin.
Nú hefur Össur upplýst að hann getur talað með vestfirskum hætti. Hann telur sig fullnuma í málinu þótt stutt stopp hans vestra, við líffræðikennslu fyrir þrjátíu árum, rati ekki í afrekaskrána góðu.
Nú legg ég til að þýðingarmiðstöðin stígi skrefinu lengra. Þýði sáttmálann á vestfirsku og svo verði hann lesinn upphátt fyrir ráðherrann. Það gæti hugsanlega dugað til að stoppa hann á sinni vondu vegferð til Brussel, ef hann sofnar ekki undir lestrinum.
Ég skal skrifa umsögn á minni hreinræktuðu vestfirsku, en ábyrgist ekki að hún verði prenthæf.