Á meðan Össur sefur ...

makrillÁ meðan Össur sefur svefni hinna ráðvilltu í New York, útskýra íslenskir embættismenn fyrir 15 manna sendinefnd frá Brussel að Ísland sé strandríki. Kannski fundu þeir ekki Ísland á kortinu, en þeir eru að reyna semja um makrílveiðar.

RÚV birt frétt af fundinum. Í hana vantar reyndar að ef við værum innan ESB þá værum við ekki að veiða neinn makríl, nema kannski fáein tonn, samkvæmt hugsanlegu góðfúslegu leyfi frá Brussel.


Á meðan Össur sefur í New York reyna íslenskir bændur að átta sig á mótsögnum um ESB ferlið.

Össur hafði sagt að þetta væru bara "samningaviðræður" og að ekkert breyttist fyrr en kannski seinna. Það væri engin aðlögun í gangi.

Michael Leigh, fulltrúi stækkunarstjóra ESB, segir þvert á móti að gangurinn í viðræðunum stjórnist alfarið af því hversu hratt aðlögunin gengur. Eðlilega vilja bændur fá að vita hvað er rétt.


össur bullarÁ meðan Össur sefur segir hann enga vitleysu, eins og á blaðamannafundinum í Brussel í júlí, þegar embættismenn þurftu tvisvar að leiðrétta draumkenndar lýsingarnar á dásemdum Evrópuríkisins.

Hann er undantekningin sem sannar regluna í yfirskrift þessarar bloggsíðu: Enginn er verri þótt hann vakni - nema Össur. 

Vonum að íslenskir bændur fái svör sín áður en Össur rumskar. Einnig að íslenskum embættismönnum takist að útskýra fyrir brusselsku makrílnefndinni að Ísland sé eyja og að fiskurinn sem börnin mokuðu upp við bryggjur landsins í sumar sé makríll. Það eru milljón tonn af honum í íslenskri fiskveiðilögsögu.

 


mbl.is Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband