23.9.2010 | 23:00
ESB virkar ekki
Innri markaður Evrópusambandins skilar ekki árangri.
Ef einhver ESB andstæðingur hefði sagt þetta væri hann umsvifalaust sagður fara með áróður. En hér er það Michel Barnier sem talar, sjálfur innrimarkaðs kommissar ESB. Þetta kom fram á fundi hans með fréttamönnum á mánudaginn.
Hann segir að þegnar Evrópuríkisins finni ekki lengur að innri markaðurinn - helsta stolt Evrópusamrunans - sé þeim til hagsbóta. Ísland er þátttakandi í þessu starfi og væri fróðlegt ef gerð væri vönduð úttekt á áhrifum þess hér á landi, allt frá kjúklingabringum til bankahruns.
He indicated citizens no longer realise that the internal market, long considered among the EU's most cherished achievements, "improves their lives."
Flestar hugmyndir sem Barnier nefnir til bóta varða banka- og fjármálastarfsemi. Frásögn af fundinum má sjá hér.
Barnier hefur áður setið í ríkisstjórn Evrópuríkisins. Það var 1999-2004, áður en austurblokkin gekk í ESB og meðan ríkin voru aðeins 15. Hann segir að stærsti munurinn sé að nú sé allt þyngra í vöfum og taki lengri tíma.
Það er ekki nýtt að Brusselbáknið sé óskilvirkt. Nú er t.d. unnið að breytingum á landbúnaðarstefnunni fyrir tímabilið 2014-20 (sem hljómar eins og sovésk fimm ára áætlun). Mönnum verður lítt ágengt, eins og venjulega. Kvörtun kommissarsins kemur því tæplega á óvart.