Skrýtnasti flokkurinn

Evrópusamtökin eru skrýtin pólitísk hreyfing, líklega sú skrýtnasta í heimi. Ađal baráttumál félagsmanna er ađ svipta ţjóđ sína forrćđi í eigin málum og koma ţví undir fjarlćgt vald. Meira ađ segja formleg yfirráđ yfir verđmćtustu auđlind sinni og öllum rétti til löggjafar í orkumálum, svo dćmi séu nefnd.

En viđ búum viđ skođanafrelsi, sem betur fer. Evrópusamtökin eiga fullan rétt á sínum skođunum eins og ađrir. Og dýrmćtt málfrelsiđ gefur öllum rétt til ađ tjá skođanir sínar. Evrópusamtökin hafa ţví stjórnarskrárvarinn rétt til ađ hafa rangt fyrir sér og fara međ fleipur.

Til ađ vinna skođunum sínum fylgi beita samtökin öllum ráđum. Síđustu dagana hafa árásir á íslensku krónuna veriđ áberandi og allt frá rafvirkja til ritstjóra lagt hönd á plóg. En hvađa skođun sem viđ höfum á Evrópumálunum getum viđ öll veriđ sammála um nokkur atriđi:

  • Krónan hefur aldrei átt sćti á Alţingi Íslendinga.
  • Krónan hefur aldrei samiđ fjárlög.
  • Krónan samdi ekki frumvarpiđ sem varđ ađ Ólafslögum og fćrđi okkur verđtrygginguna, sem enn er í gildi.
  • Krónan hefur aldrei tekiđ ákvörđun um ađ fella gengiđ.
  • Krónan hefur aldrei veriđ fjármálaráđherra og ekki viđskiptaráđherra heldur.
  • Krónan átti ekki sćti í einkavćđingarnefnd.
  • Krónan var hvorki í stjórn Kaupţings né Íslandsbanka. Ekki einu sinni í Landsbankanum. 

Samt tala menn iđulega um krónuna eins og hún sé lifandi vera, međ sjálfstćđar skođanir og mikil völd og vilji láta illt af sér leiđa. Ađ hún sé óvćra sem ţarf ađ koma fyrir kattarnef. Ađ léleg stjórn efnahagsmála sé ţessari kynjaveru ađ kenna, en ekki valdhöfum.

Blóraböggull er handhćgt vopn

Ţegar á móti blćs er gott ađ geta bent á blóraböggul. Allt er betra en ađ finna sekt hjá sjálfum sér. Ţá er svo einfalt ađ gera gjaldmiđilinn ađ sökudólgi í miđju óörygginu sem fylgdi í kjölfar hrunsins. Einmitt á međan fólk sér kjör sín og eignir rýrna er rétti jarđvegurinn fyrir svona bođskap. Og ef menn geta slegiđ tvćr flugur í einu höggi og unniđ vondum málstađ fylgi í leiđinni, ţá er ţetta alveg kjöriđ.

Međ ţví er líka hćgt ađ fćra fókusinn frá hinni raunverulegu stefnu Evrópusamtakanna, sem er ađ gefast upp á ađ ráđa eigin málum. Slagorđ um uppgjöf og aumingjaskap er ekki líklegt til vinsćlda. Ţess vegna hafa menn líka búiđ til orđaleppa eins og "ađ deila fullveldi sínu međ öđrum ţjóđum" til ađ nota um uppgjafarstefnuna.

En ekkert er nýtt undir sólinni. Ţađ eru mörg dćmi um ađ skađlegar hugmyndir fái hljómgrunn. Milljónir manna trúđu á yfirburđi kommúnismans fyrir örfáum áratugum. Svo kannski er ég ađ hafa félagsmenn Evrópusamtakanna fyrir rangri sök. Kannski er ţetta fólk sem trúir ţví, í hjartans einlćgni, ađ ţađ sé einhver vitglóra í ţví fyrir Ísland ađ ganga í Evrópusambandiđ. Enginn illvilji í garđ ţjóđarinnar, bara venjulegt velviljađ fólk sem heldur ađ ţađ sé ađ gera rétt.

Viđ verđum bara ađ treysta á ađ skynsemin hafi betur.

 


Bloggfćrslur 13. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband