Það er bannað að segja satt

Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur gert sig sekan um alvarleg mistök. Honum varð það á að segja satt, já meira að segja allan sannleikann, um aðlögunarferlið sem Samfylkingin setti í gang. 

Ráðherrann á að segja þjóðinni að "kaffispjallið í Brussel" séu bara könnunarviðræður til að "sjá hvað er í boði". Það eru réttu umbúðirnar - framleiddar í Stimplagerð Samfylkingarinnar - og jafn innantómar og Velferðarbrúin, Fyrningaleiðin, Skjaldborgin o.s.frv., o.s.frv.

Jón Bjarnason má ekki láta það þvælast fyrir sér þótt einhver Egill bloggari bendi á skjalfestan sannleikann frá kommissar í Brussel. Ef hann vill halda embættinu verður hann að skilja, að þegar Evrópusambandið ber á góma, er stranglega bannað segja fólki satt.


Nú verður Jón að bæta ráð sitt og fylgja handriti Steingríms: "Já, Jóhanna, ég skal samþykkja hvað sem er ef þú leyfir mér að sitja áfram í stólnum". Það myndi styrkja stöðu hans innan ríkisstjórnarinnar ef hann lýsti sig reiðubúinn til að svíkja kvaða kosningaloforð sem er.

 


Bloggfærslur 26. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband