Íþróttaálfinum stolið út Latabæ

ESB hefur eytt meira en tveimur milljörðum í ávaxtarannsóknir þar sem komist var að því að það er hollt að borða ávexti. Þá vitum við það. Stór hluti peninganna fór í að hanna ofurhetjuna Mr. Fruitness, sem er lítið annað en grænklædd stæling á íþróttaálfinum í Latabæ.

alfurinn
Íþróttaálfurinn
er hugarsmíð Magnúsar Scheving. Hann er ráðagóð hetja með krafta í kögglum, sem er ætlað að hvetja börn til að borða hollan mat; grænmeti og ávexti.

Mr. Fruitness er hugasmíð möppudýranna í Brussel. Hann er ofurhetja með yfirnáttúrulega krafta, sem er ætlað að hvetja börn til að borða hollan mat; grænmeti og ávexti.

Mr FruitnessVerkefnið sem gat af sér Mr. Fruitness var kallað IsaFruit og stóð yfir í fjögur ár. Alls komu um 200 vísindamenn að verkinu. Niðurstöður voru nýverið kynntar með pompi og prakt í Brussel.

Ein af helstu niðurstöðunum er að það má minnka líkur á að epli skemmist með því að dýfa þeim í 50-52 gráðu heitt vatn í 40 sekúndur og að það er gott fyrir kólesterólið að borða tvö epli á dag. En stærsti og dýrasti afrakstur verkefnisins er Mr. Fruitness.

Að sjálfsögðu hefur verið búinn til ESB vefsíða á fimm tungumálum um Mr. Fruitness. Smellið hér og njótið. Þar er hægt að taka þátt í leik og fá uppskriftir.


Sannar sögur frá Brussel
Þær eru ófáar sögurnar frá Brussel sem eru með svo miklum ólíkindum að margir telja þær hreinan uppspuna. Þær væru efni í stóran greinaflokk og þessi um stóru ávaxtarannsóknina er dagsönn. Margir telja að svona verkefni eigi alls ekki að vera á verksviði ESB og eru ósáttir við að peningum sé eytt í þau á sama tíma og aðildarríkjum er gert að spara á öllum sviðum.

Það tekur glansinn af verkefninu að stærsti afraksturinn er svo mikil stæling á íþróttaálfinum úr Latabæ, að jaðrar við hugverkastuld. Sá grænklæddi úr Möppudýragarði tekur þó líklega ekki lýsi.

 


Bloggfærslur 22. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband