Vond úrslit: Silfurþing með 14% umboð

Slök þátttaka í kosningum til stjórnlagaþings kom kannski ekki mjög á óvart en olli vonbrigðum samt. Úrslitin eru þó enn verri.

Landsbyggðin er með 3 fulltrúa en Samfylkingin með 9. Það fer ekki á milli mála að það var smalað hjá krötum og flokksmenn hvattir til að koma Þorvaldi Gylfasyni í efsta sætið. Með góðri kosningu yrði fulltrúi flokksins líklegur forseti stjórnlagaþingsins. Yfirburðir hans eru engin tilviljun.

Þegar myndir af kjörnum fulltrúum birtust þekkti maður alla úr fjölmiðlum nema kannski þrjá eða fjóra. Venjulegt fólk komst ekki að, sem kannski var viðbúið. Flesta hinna kjörnu hefur maður séð í Silfri Egils eða öðrum fjölmiðlum.

En þetta sitjum við uppi með. Hinir 25 kjörnu fulltrúar fengu samtals 32.033 atkvæði "í fyrsta sætið" eða rúm 38% greiddra atkvæða. Það gerir tæp 14% af mönnum á kjörskrá. Veikt umboð er samt ekki aðal áhyggjuefnið, heldur skipulagt áhlaup Samfylkingarinnar.

Ég gerði mér vonir um alvöru stjórnlagaþing, þar sem flokkspólitíkin fengi frí. Í staðinn fáum við Silfurþing með 14% umboð, þar sem Samfylkingin hefur tögl og hagldir og Baugspenninn Þorvaldur verður fundarstjóri. Verra gat það varla orðið.  

 


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband