8.10.2010 | 12:38
Hlýddu litli Íslendingur!
Þegar litlu ríkin náðu ekki að halda skuldum sínum og fjárlagahalla innan marka voru þau beitt sektum. Þegar stóru ríkin lentu í sama vanda var því hætt. Þannig gengur það fyrir sig í Nýja Evrópuríkinu.
Það er ekki furða að menn spyrji: Hvers konar klúbbur er þetta eiginlega?
Hótunarbréfið til Íslendinga er í anda "samvinnu sjálfstæðra lýðræðisríkja" eins og hún birtist ítrekað í brusselskum athöfnum; að tukta til þá litlu og lúffa fyrir þeim stóru.
Við treystum því að þið séuð sammála um að vandinn vegna makrílveiðanna sé víðtækari en svo að einvörðungu sé um að ræða málefni veiðistjórnunar.
Ef ekki tekst þegar að finna lausn getur það haft áhrif á trúverðugleika tvíhliða samskipta okkar.
Til að bæta gráu ofan á svart er tilgerðarlegri setningu hnýtt aftan við: "Vegna mikilvægis málsins vildum við tjá ykkur einlægan vilja okkar til að finna lausn á deilunni um skiptingu veiðiheimildanna."
Undir þetta skrifa þrír úr ríkisstjórn Evrópuríkisins: Maria Damanaki sjávarútvegsráðherra, Stefan Füle útþenslukommissar og Karel De Gucht utanríkisviðskiptaráðherra. Einn vegna makrílsins, annar vegna umsóknarinnar og sá þriðji til að undirstrika að hér sé um alvöru hótun að ræða.
![]() |
Ég lýsi furðu yfir þessu hótunarbréfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |