26.10.2010 | 01:07
Írland verður að losna við evruna
Það líklega aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta jaðarríki evrusvæðisins reynir í alvöru að losna úr handjárnum evrunnar. Írland gæti riðið á vaðið. Í grein í Irish Independent á sunnudaginn er fjallað um stöðu Írlands og þá erfiðu kosti sem standa til boða.
Í fréttum RÚV um helgina var löng og ítarleg frétt um ástandið á Írlandi, sem fer hratt versnandi og er orðið talsvert verra en hér á landi. Irish Independent bendir á þann mikla ókost að hafa ekki eigin mynt sem lagar sig að breyttum aðstæðum írska hagkerfisins. Síðan segir:
Unfortunately our membership of the euro deprives us of this safety valve. Instead, we are condemned to a decade or more of deflation and depression. While this might win us kudos in Brussels and Frankfurt, Irish voters are likely to prove less tolerant.
Verðhjöðnun og kreppa í meira en áratug er það sem blasir við. En það yrði hvorki auðvelt né ódýrt fyrir Íra að taka aftur upp írska pundið, langt frá því. En það er samt nokkuð örugglega "minnst vondi" kosturinn sem í boði er.
Greinina má lesa hér.
Hér fór bankakerfið á hausinn, á Írlandi fengu skattgreiðendur bankana í hausinn. Hér skall á kreppa á nokkrum dögum, þar var hún einhver misseri að gerjast. Hér eru góðir möguleikar á að komst út úr kreppunni, en á Írlandi ekki.
Samfylkingin vill bjóða Íslendingum írsk/evrópskt ástand til frambúðar.