ESB vill meiri spillingu (og græða á henni)

Það kemur ekki á óvart að ESB vilji taka upp "sérstakan virðisaukaskatt" sem rennur beint til Brusselvaldsins. Það er búið að vera lengi í farvatninu og líklega er þetta bara byrjunin. En hinar tekjuleiðirnar sem nefndar eru í fréttinni eru ekki síður áhugaverðar, en þær eru:

  • air-pollutionSkattur á fjármagnshreyfingar
  • Gjald á flugferðir
  • Uppboð á losunarheimildum

Nýlega ritað Magnús Jónsson, fyrrum veðurstofustjóri, ítarlega grein þar sem hann fjallar um umhverfisskatta. Þetta er vönduð úttekt þar sem farið er yfir aðdraganda og sögu umhverfisskatta, stöðu og horfur.

Þar er meðal annars greint frá því kerfi sem tekið var upp í ESB árið 2005. Það er svokallað ETS kerfi (Emission Trading Scheme), sem byggist á því að úthluta losunarheimildum á koltvísýringi til fyrirtækja, án endurgjalds, sem síðan geta verslað með þessar heimildir sín á milli óháð landamærum. Síðan segir:

Í desember sl. kom út skýrsla frá EUROPOL, Glæpa- rannsóknastofnun Evrópu, sem dregur upp dökka mynd af ETS-kerfinu í ESB eftir fjögurra ára reynslu af því. Þar er því haldið fram að 90% af öllum viðskiptum með losunarheimildir fari fram á forsendum skattsvika sem nemi um 1.000 milljörðum ÍSK á ári. Kerfið virki eins og segull á stórfelld virðisaukaskattsvik og sé draumakerfi fyrir peningaþvætti. Loks er því haldið fram að það dragi ekki úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Að óbreyttu sé þetta kerfi því paradís fjársvikara og sé fyrst og fremst gróðatækifæri fyrir mestu mengunarfyrirtækin og fyrir verðbréfasala og fjárfesta. Þetta er skuggaleg lýsing á kerfi sem ESB hefur talið að gæti orðið fyrirmynd fyrir allan heiminn í baráttunni við hlýnun jarðar.

Feitletranir eru mínar. Greinina í heild má sjá hér, á bls. 14-17.

Samkvæmt viðtengdri frétt er það hugmynd ESB að afla tekna með uppboði á losunarheimildum, sem áður var úthlutað án endurgjalds. Stefnan er sett á að festa í sessi það kerfi sem Glæparannsóknarstofnun Evrópu hefur gefið húrrandi falleinkunn.

Eina breytingin er að nú vill Brussel græða á kerfinu líka, sem er í raun bara enn meiri spilling. Brusselskur spillingarauki í fallegum umbúðum.

 


mbl.is Tillögur um evrópskan virðisaukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband