Dásamlega Joly

Eva Joly var himnasending. Hún gefur rannsóknum á meintum fjársvikamálum bankamanna trúverðugleika, enda virtur sérfræðingur á því sviði, sama hvað Ingvi Hrafn segir. Svo hefur hún verið góður talsmaður íslenskra hagsmuna í deilunni um Icesave.

Nú er hún hætt sem ráðgjafi sérstaks saksóknara og er þá frjálsari með að tjá sig um önnur mál en hún var ráðin til, ef hún kýs svo. Daginn sem hún hætti hjá Sérstökum talaði hún á blaðamannafundi með Björk um Magma málið. Rök hennar gegn sölunni virka sannfærandi.

Í Silfrinu í dag lýsti hún þeirri skoðun sinni að Ísland ætti að ganga í ESB. Rökin sem hún færði fyrir því voru hins vegar ekki sterk. Hún sagði að ef Ísland gengi í sambandið vonaði hún að Noregur fylgdi á eftir. Það er nöturlegt að heyra fólk tala um að nota Ísland sem verkfæri til að draga aðra þjóð i klúbbinn, sem þó er búin að hafna honum tvisvar.

Það voru þó villurnar í máli hennar sem voru verri. Það er rangt að Ísland taki upp allt regluverk ESB, ellefu málaflokkar eru alfarið á forræði Íslands, sem við myndum missa við inngöngu. Það er líka rangt að Ísland hafi ekkert um löggjöfina að segja. Á vettvangi EFTA og sameiginlegu EES nefndarinnar er hægt að koma að málum áður en þau verða að lögum. Auk þess verða reglugerðir ekki sjálfkrafa að lögum hér eins og í aðildarríkjum, heldur þarf lög frá Alþingi til.

Það má gagnrýna stjórnvöld, bæði norsk og íslensk, fyrir að nýta ekki þessi verkfæri sem skyldi, en þau eru til staðar. 

Eva Joly er sérfærðingur á sviði efnahagsglæpa og nýtur verðskuldaðrar virðingar sem slík. En það gerir hana ekki að óskeikulum spámanni sem getur upplýst okkur um Sannleikann í öllum málum, eins og sást í Silfrinu í dag.

Að lokum tek ég undir þessa athugasemd Kolbrúnar.

 


mbl.is Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband