Dreifbýlispakkið

Á nokkrum stöðum á landsbyggðinni óttast menn að niðurskurður í heilbrigðismálum valdi byggðarlögunum óbætanlegum skaða. Enda á landsbyggðin að taka á sig 85% af niðurskurðinum, með tilheyrandi fólksflótta og blóðtöku.

DataMarket hefur sett fjárlagafrumvarpið fram á vefsíðu sinni og er forvitnilegt að rýna í heilbrigðisráðuneytið.

Niðurskurður kemur harðast niður á þeim sem minnsta möguleika eiga á að sækja heilbrigðisþjónustu til Reykjavíkur. Niðurskurður á heilbrigðisstofnunum Austurlands, Vestfjarða og Vestmannaeyja og á sjúkrahúsunum á Blönduósi og Húsavík er samtals 1.205 milljónir.

Á meðan fær Össur að föndra með þúsund milljónir við bjölluat í Brussel. Við það bætist óbeinn kostnaður í stjórnkerfinu. Bara með því að hætta þessari ótímabæru ESB-vitleysu væri hægt að halda uppi góðri heilbrigðisþjónustu um allt land.

Forgangsröðun velferðarstjórnarinnar er furðuleg. Það er engu líkara en að hún líti á íbúa hinna dreifðu byggða sem dreifbýlispakk sem er allt í lagi að berja á og fórna fyrir Brusseldrauminn. Sigmundur Ernir reynir að klína ófögnuðinum á embættismenn, sem er aum afsökun og kratísk. 

Bankahrunið var mikið og sárt. Kreppan er ömurleg. Íslenska þjóðin á það ekki skilið að sitja uppi með Samfylkinguna. Hvað þarf að gera til að koma henni burt?

 


Bloggfærslur 12. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband