Jæja, tökum nú 'Secret' á þetta

Secret

Einkennishróp búsáhaldabyltingarinnar var: "Vanhæf ríkisstjórn! Vanhæf ríkisstjórn!"

Eftir á að hyggja var það jafn vitlaust og að biðja Giljagaur um kartöflu í skóinn. Enginn fattaði það þá, en eins og mér var réttilega bent á þá virkar The Secret. Það sem við fengum var einmitt: Vanhæf ríkisstjórn!

Getur einhver séð betri skýringar á öllum u-beygjum Steingríms Joð? Hann er ofurseldur Secret töframættinum og gerir einmitt það sem fjöldinn krafðist. Tryggir okkur vanhæfa ríkisstjórn.

Núna, þegar svefnpokabyltingin er að ýta úr vör legg ég til að hún vandi val á slagorðum.

Hæfa ríkisstjórn! Betra alþingi! Réttlátt samfélag!   

Laugardag eftir laugardag stóð ég á Austurvelli, mánuðina eftir hrun. Rödd fólksins hrópaði: Ríkisstjórnina burrrt. Ég mætti til að vera með og sýna stuðning. Hlustaði á ræðurnar og fór svo sáttari heim, ískaldur á tánum. Núna sé ég eftir tímanum sem ég eyddi í þessa tilgangslausu baráttu.

Svefnpokabyltingin verður að passa að það endurtaki sig ekki. Og fyrir alla muni sleppum öllu ofbeldi og skrílslátum, það er nóg af því á þingi.

 


Bloggfærslur 1. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband