9.1.2010 | 22:54
"... skríðum bara á hnjánum"
Skopmyndateiknari Fréttablaðsins átti margar góðar myndir á nýliðnu ári. Eina sú allra besta lýsir IceSave- og ESB-tilburðum krata, en í myndatexta segir "Við getum þetta ef við skríðum bara á hnjánum".
Það gengur enginn í ESB, menn skríða þangað, eins og sagan sannar. Þetta vita kratar og þess vegna er þeim mikið í mun að samþykkja IceSave og koma þjóðinni á hnén. Annars fæst hún ekki til að skríða með þeim yfir velferðarbrú til Brussel.
Hvað er rangt við réttlæti?
Íslendingar eiga að fella IceSave með glans. Síðan mætti bæta inn í lög 96/2009 fortakslausri kröfu um að ákvæðin kennd við Ragnar Hall gildi, einnig kröfu um að fá skorið úr um málið að lögum og setja tímafrest á gildi þeirra; verði Bretar og Hollendingar ekki búnir að samþykkja þau fyrir lok apríl falli þau úr gildi.
Það á að vera sjálfsagt að Íslendingar beri þá ábyrgð sem þeim ber, að lögum. Það að vera jafn sjálfsagt að Bretar virði leikreglur en beiti ekki kúgunum og hnefarétti. Við höfum ekki rétt á því að vera feimin við að leita réttlætis. Hvað er rétt við ranglæti?
![]() |
ESB og Icesave aðskilin mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2010 | 02:28
Svo einföld atkvæðagreiðsla
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, Einfaldara Ísland, er á forræði forsætisráðuneytisins. Verkefnið hófst 17. október 2006 og miðar m.a. að því að minnka skriffinnsku og einfalda markvisst bæði opinbert regluverk og stjórnsýslu.
Frá því að núverandi stjórn tók við hefur þessu verið snúið við og kerfið þyngt og flækt eftir föngum. Meðal annars með því að gera skattkerfið nógu flókið til þess að venjulegur launamaður geti ekki sannreynt hvort staðgreiðsla hans sé rétt reiknuð á launaseðli.
Það kemur því ekki á óvart að spurningin sem nota skal í þjóðaratkvæðinu um IceSave nauðungarsamningana sé gerð svo flókin að hún sprengi þekkta skala um flækjustig.
Svarið er samt einfalt: "Nei, þau eiga að falla úr gildi".
Handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa, er liður í verkefninu Einfaldara Ísland. Henni hefur líklega verið stungið undir stól um leið og ákveðið var að hverfa frá hugmyndum um einföldun kerfisins. Spurningin góða skal vera svona:
Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?
Ríkisstjórninni hefur tekist vel upp í að flækja einn atkvæðaseðil. Það er varla hægt að ná betri árangi en að sprengja skala um flækjustig.
![]() |
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |