Össur þekkir aðalatriðin!

Fréttir dagsins snúast um IceSave. Hvar sem Ísland ber á góma er IceSave miðpunkturinn. Þessar drápsklyfjar sem Samfylkingin vill fyrir alla muni leggja á þjóðina, helst með slíkum afarkostum að hún fái ekki undir þeim risið.

Þá kemur Össur með stórfréttina: Utanríkisráðherra Breta fullvissaði hann um að Bretar muni ekki beita sér gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópuríkinu! Er það ekki aukaatriði þessa dagana? 

Þetta er enn ein sönnun þess fyrir Samfylkingunni snýst allt um það að koma Íslandi inn í Evrópuríkið. Að skríða yfir velferðarbrú til Brussel. 

Versti óvinur íslensku þjóðarinnar í IceSave málinu er Samfylkingin. Mér sýnist að Eva Joly geti orðið sterkasta vopn Íslendinga í stríðinu við krata.

 


mbl.is Bretar beita sér ekki gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV - sameign okkar allra

Það verður fróðlegt að fylgjast með fréttum RÚV í kvöld. Meðan írafárið gekk yfir, fyrst eftir að forseti tók ákvörðun um nýju IceSave lagabreytinguna, birti fréttastofa RÚV fjölda frétta um neikvæð viðbrögð við ákvörðuninni. Kastljósið stóð sig betur.

Í dag er rykið aðeins farið að setjast. Jákvæðar fréttir berast víða að. Fræðimenn við tvo hollenska háskóla hafa talað máli Íslendinga, sem og írskur hagfræðingur, breskur hagfræðingur, Eva Joly, leiðarahöfundar bresku blaðanna Financial Times og Independent, aðrir minni vefmiðlar og ráðherra í Lettlandi, svo dæmi séu nefnd, að ógleymdri góðri frammistöðu Ólafs Ragnars í viðtali á BBC Nightwatch. Meira að segja Steingrímur Joð komst vel frá viðtali við Channel 4.

Það virðist sem að það sé að myndast víðtækur stuðningur við Ísland í alþjóðasamfélaginu. Sumt af því erlenda nær lengra en að styðja ákvörðun forsetans. Það er eins og nú sé það aðeins Samfylkingin á Íslandi sem stendur gegn þjóðinni. Skyldi RÚV gera jafn glögga grein fyrir hinum jákvæðu viðbrögðum og hinum neikvæðu? Ætlar "sameign okkar allra" að flytja vandaðar hlutlausar fréttir eða vera áfram í lið með Samfylkingunni í stríðinu gegn íslensku þjóðinni?

Fyrir utan hótanir og hræðsluáróður krata hafa ekki komið neina beinar hótanir að utan, nema kannsk varðandi inngönguna í Evrópuríkið. Einn hollenskur Evrópuþingmaður hefur hótað að reyna að koma í veg fyrir inngöngu Íslands. Kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Einn þingmaður Samfylkingar gengur svo langt að halda því fram að forseti Íslands skilji ekki málið og hafi verið blekktur (hér). Framganga Ólafs Ragnars á BBC Nightwatch bendir hins vegar til þess að hann geri sé fulla grein fyrir alvöru málsins og að skilningur hans á því sé síst minni en meðal ráðherra og þingmanna.

Uppgjöf er alltaf vondur kostur. Áfram Ísland.

 


mbl.is Áhersla lögð á að Ísland standi við skuldbindingar sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband