Stórkostlegt - áfram Ísland!

forseti íslandsHafi ég einhvern tímann sagt eitthvað neikvætt um forseta vorn, herra Ólaf Ragnar Grímsson, er það hér með dregið til baka. Herra Ólafur Ragnar er kjarkmaður og réttsýnn. Í dag stóð hann með þjóð sinni og gerði það af miklum sóma.

Nú þarf þjóðin að fylgja á eftir og fella Nýja-IceSave með glæsibrag.


Auðvitað eigum við að greiða það sem okkur ber að lögum. Úr því hefur aldrei fengist skorið. Hinir skelfilegu samningar frá 5. júní bera þess merki að Bretar neyttu aflsmunar og knúðu fram nauðasamninga af verstu gerð. Óvissan og áhættan er öll sett á íslensku þjóðina. 

Meðal vestrænna þjóða á 21. öld á engin þjóð að þurfa að vera hrædd við að leita réttar síns, sama hversu fámenn hún er. Sá sem hefur réttin sín megin er aldrei minni máttar.

Áfram Ísland!

 


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband