"Já ómögulega eða nei ómögulega"

Áramótaskaupið var meiriháttar. Sterkasta myndin er án efa fjallkonan sem var kefluð og hlekkjuð við vegg á meðan dólgar af ýmsum gerðum léku sér óvarlega með fjöreggið. Fjallkonan var tákn íslensku þjóðarinnar í skaupinu. Hótunarstíll Jóhönnu var líka á sínum stað.

_fjallkonan

"Getum við fengið Pólverjana aftur?" spurðu viðskiptavinir Krónunnar eftir að hafa fengið ýmis sérkennileg svör frá starfsmönnum á kassa. Eitt þeirra var þegar viðskiptavinur vildi ómögulega fá afritið. Kassadaman spurði "já ómögulega eða nei ómögulega?" Frábært atriði.

Núna glímir forsetinn við klemmu sem mætti einmitt lýsa með þessum orðum. Sumir telja að hann geti ómögulega sagt já, aðrir að hann geti ómögulega sagt nei.

Segi forsetinn já og skrifi undir Nýja IceSave er hann orðinn "meðsekur" í því skemma IceSave lögin frá því í sumar. Nýju lögin ganga út á að veikja fyrirvara laganna og um leið stöðu Íslands. Þau auka verulega hættuna á að efnahagur þjóðarinnar verði skaðaður alvarlega og menn búi hér við skert lífskjör um áratuga skeið.

Segi forsetinn nei gerist hann ekki sekur um neitt. Hann gefur þá frá sér valdið og vísar því til þjóðarinnar. Þjóðin tekur á ákvörðun í beinum og lýðræðislegum kosningum. Verði lögin felld gerist ekki annað en það að lögin sem Alþingi samþykkti 28. ágúst standa þá óbreytt. Lögin sem Jóhanna Sigurðardóttir sagði að væru skynsamleg og eðlileg niðurstaða. 

fjallkonan

Hvort sem forsetinn segir nei eða já, mun ríkisábyrgðin standa. Einnig það að við borgum. Um það er því miður ekki hægt að kjósa. Eini munurinn er að með því að hafna hinum skelfilegu lögum frá 30. desember verður okkur gert þetta heldur skaplegra og hættan á því að leggja efnahaginn í rúst minnkuð verulega.

Vonum að forsetinn standi með þjóðinni og gegn ríkisstjórn Jóhönnu sem sagt hefur þjóð sinni stríð á hendur í uppgjöfinni fyrir Gordon Brown. Að forsetinn losi fjallkonuna úr hlekkjunum og segi nei.

 


mbl.is Skora á forsetann að staðfesta Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árinu bjargað á þriðja degi

Næst því að sjá Leeds United vinna er mönnum fátt hollara en að sjá Manchester United tapa. Í dag sáum við Langflottasta lið í heimi slá Manchester United út úr FA Cup og það á Old Trafford. Betra getur það ekki orðið.

Þetta er í fyrsta sinn sem Sir Alex fellur úr keppni í 3. umferð FA Cup, sem er elsta bikarkeppni í heimi. Tapaði á heimavelli fyrir framan 75 þús manns fyrir liði sem er tveimur deildum neðar. En þessi fyrsti sigur Leeds á Old Trafford í 29 ár var enginn heppnissigur.

Leeds United spilaði ekki eitt einasta augnablik sem minni máttar, heldur mætti heimamönnum sem þeir væru jafningjar, þrátt fyrir að einn varamaður Man. Utd. sé dýrari en allt Leeds liðið samanlagt. Leeds átti þrjú af fjórum bestu færunum í leiknum og vann verðskuldað.

Meira en hálftíma eftir leikslok eru stuðningsmenn Leeds enn á vellinum og heyrast syngja í bakgrunni meðan menn kryfja leikinn í stúdíói MUTV. Þar tala menn um að skipta um stjóra, selja menn og kaupa nýja. Við Leedsarar erum sáttir við Simon Grayson og vitum að hann mun stýra liðinu upp um deild í vor. Árið gat ekki byrjað betur.

 


mbl.is Leeds sló Manchester United út úr bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband