Íslendingar neita að mæta í eigin jarðarför

Einar Már Guðmundsson rithöfundur skrifar mjög áhugaverða grein í Sunnudags Moggann, þar sem hann fjallar um sögu Haítí. Ekki um hinn hörmulega jarðskjálfta 12. janúar, heldur þá gildru fátæktar og örbirgðar sem haítíska þjóðin hefur verið föst í um aldir.

Einar Már rekur sjálfstæðisbaráttu Haítí frá 1697 til 1804 og þá efnahagslegu kúgun sem þjóðin sætti til 1947. Það sem síðan fylgdi í kjölfarið allt þar til Aristide var kosinn til valda í lýðræðislegum kosningum með 67% fylgi. Í greininni fjallar hann einnig um aðkomu AGS og hvernig sjóðurinn hefur notað skuldsetningu sem tæki til einkavæðingar, lækkunar launa og niðurskurðar.

Ég mæli eindregið með að menn líti í Sunnudags Moggann og lesi greinina alla. AGS, sem leikur stórt hlutverk hér á landi núna, kemur mikið við sögu í greininni og IceSave á líka sitt pláss. Fyrirsögnin er fengin úr greininni, þar sem vísað er í synjun forseta á IceSave lögum. 

----- ----- -----

Hér eru nokkrar tilvitnanir í greinina (feitletranir mínar):

Fjármálaheimurinn er fullur af skuldunautum og lánardrottnum eins og í faðirvorinu.

Ekki fyrir löngu barst mér grein úr afrísku blaði þar sem fyrirsögnin er þessi: Íslendingar neita að mæta í eigin jarðarför.

Umbótaviljanum eru takmörk sett og þessi takmörk helgast af skuldsetningunni. En Aristide sagði: "Það er betra að hafa rangt fyrir sér með þjóðinni en rétt fyrir sér gegn þjóðinni."

Kmart og Walt Disney borga 11 sent á tímann fyrir að sauma náttföt og stuttermaboli og stór fyrirtæki sem koma til landsins njóta undanþágu frá sköttum í allt að fimmtán ár.

Ég heyrði þann ágæta mann Þorvald Gylfason líkja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við flugbjörgunarsveit. Hljómar það ekki eins og að líkja mafíunni við mæðrastyrksnefnd?

Margt bendir til að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins líti á landið (Ísland) einungis sem reikningsdæmi ... hvernig snúa mætti skuldastöðunni við með afkastamikilli framleiðslu og gjörnýtingu orkulinda samfara niðurskurði opinberra útgjalda og hækkun skatta. Hið félagslega fjöregg þjóðarinnar, velferðarkerfið, er að veði.

 


mbl.is „Algjörlega út í hött“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband