Fátæktin í ESB - framtíð Íslands

Það segir sitt um hagsældina innan Evrópuríksins að það skuli þurfa að efna til sérstaks átaks, sem heitir Stöðvum fátækt! Það á að leggja eitt ár undir verkefnið. Innan ESB lifa 17% undir fátæktarmörkum*.

eupovertyÞað verður allt annað en auðvelt að ráða niðurlögum ESB fátæktar, m.a. vegna hækkandi meðalaldurs og þunglamalegs lífeyriskerfis. Ekki bætir úr skák að í langtímaspá IMF er gert ráð fyrir að ESB/evrusvæðið verði lélegasta hagvaxtarsvæði í heimi næsta aldarfjórðunginn.

Ástandið er mjög slæmt hér á landi í kjölfar bankahruns. En það þarf ekki bankahrun í ESB til að skapa slæmt ástand, t.d. hefur verið stöðugt og mikið atvinnuleysi þar árum og áratugum saman. Líka í góðæri!

Ólíkt flestum ESB löndum eigum við alla möguleika á að fyrirbyggja fátækt og endurheimta það Ísland sem við áttum áður en bankadólgar lögðu það undir sig fyrir 6-7 árum. Til þess er nógur auður í hafinu, á landi og í þjóðinni sem landið byggir. En það verður ekki gert með brusselskum ráðstefnum, sem eiga "að auka vitund fólks um orsakir og afleiðingar fátæktar".

Erfiðasta hindrunin sem þjóðin þarf að yfirstíga er hin bresk-hollenska ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún vill játa ódrýgðar syndir á þjóðina og leggja á hana syndagjöld í ómældu. Hún vill líka setja þjóðina undir Brusselvald og loka hana bakvið tollamúra á lélegasta hagvaxtarsvæði í heimi. Og færa því æðsta dómsvald í ábót.

Ef við viljum úthýsa fátækt frá Íslandi er innganga í Evrópuríkið líklega vitlausasta skerfið sem hægt er að stíga. Skilyrði fyrir því að skríða þangað inn er að þjóðin dæmi sjálfa sig til fátæktar fyrst og kalli það "skuldbindingar".

----------
* Annars vegar er talað um fátæka Evrópubúa og hins vegar um mannfjölda innan ESB, sem getur skekkt þessa tölu um 2-3 prósentustig.

 


mbl.is Evrópuár gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband