21.1.2010 | 12:32
Steingrímur Joð er fastur á strandstað
Íslands nýjasta nýtt ehf., eins og ÍNN heitir fullu nafni, bauð upp á Hrafnaþing í fyrrakvöld. Viðmælandi sjónvarpsstjórans var Steingrímur J Sigfússon, fjármálaráðherra.
Það var vægast sagt dapurlegt að heyra til ráðherrans, hann virðist uppgefinn og orkulaus og búinn að sigla IceSave í strand. Ekkert í svörum hans bendir til að hann muni losna af strandstað.
Það er sama hvaða gögn kæmu fram í málinu, hann mun ekki skipta um skoðun. Það er sama hvaða rök eru færð fyrir réttlætinu, honum verður ekki haggað. Hann er kominn í öngstræti og búinn að týna bæði bakkgírnum og stýrinu. Uppgjöf skal það vera og því fær enginn breytt.
Steingrímur er staðráðinn í að gefast upp fyrir Brown.
Steingrímur Joð er hinn raunverulegi forsætisráðherra, í merkingunni leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Jóhanna, sem ber titilinn, er bæði þögul og ósýnileg. Samt afrekaði hún að skrifa í hollenskt blað og þarf ekki að koma á óvart að Evrópuríkið er henni efst í huga. Hún segir:
"Icesave-deilan má ekki skaða ... aðildarferlið að Evrópusambandinu"
IceSave og ESB eru eitt og sama málið. Þess vegna vill Jóhann skilyrðislausa uppgjöf fyrir Bretum, eins og Steingrímur, þótt forsendur kunni að vera aðrar. Hún vill ganga inn í ríkið þar sem aflsmunur er þyngri á metunum en lög, réttlæti og sanngirni. Steingrímur Joð getur ekki vænst þess að fá neina hjálp frá Jóhönnu til að losna af strandstað.
Bendi að lokum á þessa grein eftir Gunnar Skúla lækni.
![]() |
Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)