17.1.2010 | 22:41
Að drepa gamla fólkið
"AGS heimtar svo skattahækkanir, niðurskurð opinberra útgjalda og kauplækkanir hjá öllum. Það er í besta lagi að loka sjúkrahúsum, stytta skóladaginn og drepa gamla fólkið úr næringarskorti svo lengi sem bankar í útlöndum fá sitt."
Þetta er tekið úr grein sem Jóhannes Björn birti á fimmtudaginn (hér) og er þriðja grein hans um horfur í efnahagsmálum. Þarna er talað um Lettland. Í Lettlandi er t.d. búið að loka 29 sjúkrahúsum og leggja niður yfir 100 grunnskóla. Allt í boði AGS, ESB og evrunnar.
Ísland er ekki nema hársbreidd frá því að leggja grunn að lettnesku ástandi, t.d. gæti ein IceSave undirskrift gert útslagið. Það ætti ekki að vera of flókið að koma í veg fyrir það með þjóðaratkvæðagreiðslu.
![]() |
Ekki of flókið árið 2003 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |