15.1.2010 | 23:07
Vanur ógeðisdrykkjum
Steingrímur Joð fór létt með að hvolfa í sig ógeðisdrykk eftir kosningarnar, slíkur var þorstinn eftir völdum. Drykk sem innihélt Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, nauðasamninga um IceSave og umsókn um aðild að Evrópuríkinu. Allt eitur í augum Vinstri grænna, bragðbætt með stóriðjuframkvæmdum. Þessu hvolfdi foringinn í sig án þess að depla auga.
Með hverju nýju klúðri sem upp kemur sé ég meira eftir að hafa gefið hinum vinstri græna flokki Steingríms Joð atkvæði mitt í apríl.
Núna er hann tilbúinn að sturta í sig IceSave af því að þá muni hugsanlega nýir möguleikar bjóðast. Og að sjálfsögðu fylgir söngurinn um tímahrak. Maður sem hvolfir í sig ógeðisdrykk til að slökkva valdaþorsta og er tilbúinn að láta þjóðna éta það sem úti frýs, er ekki trúverðugur. Því miður.
![]() |
Betra en að deyja úr þorsta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
15.1.2010 | 17:26
Generalprufa í gunguskap
Fyrir áratug var lagið If you tolerate this, your children will be next mjög vinsælt. Það var flutt af einni af þekktustu hljómsveitum sem komið hafa frá Wales. Þótt samhengið í lagi Manic Street Preachers sé allt annað getur titillinn vel átt við IceSave málið okkar. Láti menn það yfir sig ganga, óbreytt, mun næsta kynslóð kenna á afleiðingunum.
Daginn fyrir gamlársdag var haldið eins konar gungupróf á Alþingi þar sem 33 svöruðu rangt og féllu á prófinu. Ögmundur var í hópi þeirra sem svöruðu rétt og bloggfærsla hans er í góðu samræmi við það. Núna reynir stjórnin að afstýra því að prófdómarinn - þjóðin sjálf - fái að gefa fallistunum einkunn.
Það væri stöðu Íslands til framdráttar að setja málið í þjóðaratkvæði og fella það með glans. Helst þannig að 70-80% kjósenda segðu nei. Ekki til að neita að borga (enda stendur sá kostur ekki til boða) heldur til að mótmæla því að hnefarétturinn ráði í samskiptum ríkja. Andæva þeirri ósvífni sem lesa má úr nauðungarsamningunum.
En þetta var bara generalprufan.
Stóra sýningin verður þegar fjallað verður um umsókn um aðild að Evrópuríkinu. Þeir sem ekki geta haldið uppi sjálfsagðri kröfu fyrir íslensku þjóðina, um að farið sé að lögum, mega alls ekki koma að stærri málum fyrir okkar hönd. Þeim er ekki treystandi.
Sumir reyna enn að halda því fram að IceSave og ESB séu tvö aðskilin mál. Samt eru þau samtvinnuð á alla kanta. Spurningin er frekar hvort IceSave og ESB séu eitt og sama málið. Ég er ekki frá því að svarið sé já.
![]() |
Svíar handrukkarar Breta og Hollendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |