Súrrealíska Ísland

Einu sinni heyrði ég súrrealískan brandara. Spurt var: "Hver er munurinn á krókódíl?" Og svarið var: "Hann getur hvorki hjólað". Sumum þótti þetta fyndið.

Þetta er álíka súrrealískt og íslensk pólitík.

Franskur hagfræðingur bendir á galla í málflutningi Bretar og Hollendinga í IceSave deilunni og telur þá bera nokkra ábyrgð. Frakkinn, sem á sæti á Evrópuþinginu, telur lagalega stöðu þeirra veika og að þeir eigi e.t.v. engar kröfu á Íslendinga um greiðslur.

Hann fær harkaleg viðbrögð. Frá hverjum?

Bretum? Nei.

Hollendingum? Nei.

Árásirnar koma frá Íslandi. Ekki frá einhverjum, heldur frá tveimur þingmönnum. Punkturinn yfir i-ið er að þetta eru þingmenn stjórnarflokkanna tveggja. Það er eitthvað absúrd við þetta.

Svo undrast stjórnarliðar ásakanir um að þeir gangi erinda Gordons Brown.

 


mbl.is Lipietz vísar gagnrýni á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök Evu Joly

Nú þegar tveir stjórnarþingmenn hafa opnað augu þjóðarinnar fyrir sannleikanum er mér orðið ljóst hvílík mistök það voru hjá Evu Joly að leita ráða hjá erlendum sérfræðingum, þingmönnum, rágjöfum og hagfræðingum.

Þeir skilja ekki neitt. Ekkert frekar en ritstjórar breskra stórblaða, sem halda allt í einu að Ísland eigi sér málsbætur. Jafnvel einhvern rétt.

Hún Eva okkar hefði getað sparað sér þetta allt með því að slá á þráðinn til skipstjóra í Ólafsfirði og ræða málin. Hann veit þetta allt miklu betur en útlendir "sérfræðingar" sem misskilja og rangtúlka allt.

 


mbl.is Segir margt athugavert við málflutning Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband