10.1.2010 | 22:30
Erfiðustu andstæðingar Íslands
Þótt mjög hafi málin snúist til betri vegar er langt frá því að búið sé að tryggja að skynsemin og sanngirnin verði ofaná. Öll helstu blöð á Bretlandi hafa kynnt sér IceSave málið af kostgæfni eftir að Ólafur Ragnar greip í taumana, umfjöllun þeirra ber þess glöggt merki. Hvert blaðið á fætur öðru bendir á þær vafasömu aðferðir sem ríkisstjórn Gordons Brown beitti til að kúga Íslendinga til að fallast á nauðungarsamninga.
Financial Times, Obeserver, Indipendent og fleiri blöð vilja nú að málið sé skoðað af sanngirni. Meðal sérfræðinga sem styðja kröfu Íslands um réttlæti má nefna Michael Hudson, Alain Lipietz og að sjálfsögðu Evu Joly. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar í Lettlandi og Litháen lýst yfir stuðningi við Ísland auk sérfræðinga frá Írlandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Frakklandi og víðar.
Erfiðustu andstæðingar þjóðarinnar
Við Íslendingar eigum þó enn eftir að sigrast á erfiðasta andstæðingnum. Þótt hin skelfilega fréttastofa RÚV sé skæður andstæðingur er það barnaleikur í samanburði við ríkisstjórnina. Jóhanna og Steingrímur, strengjabrúður þeirra og spunatrúðar verða að hætta stríðinu gegn þjóð sinni. Nokkrir úr hópi Vinstri grænna standa gegn ósómanum en ekkert afgerandi hefur enn heyrst frá Samfylkingunni sem bendir til að kratar ætli að hætta að berjast fyrir Gordon Brown, formann bresku Samfylkingarinnar.
Ef viðtal Egils Helgasonar við Evu Joly og Alain Lipietz, í Silfrinu í dag, dugir ekki til að telja þeim hughvarf, þá er þeim ekki við bjargandi. Nú á Jóhanna aðeins tvo kosti; að skipta um kúrs eða hverfa úr ríkisstjórn.
![]() |
Ekki einhliða innanríkismál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |