Misheppnað bankarán

Blaðakona Fréttablaðsins rifjar upp söguna af tilraun til bankaráns í Svíþjóð 1973 í Bakþönkum dagsins. Ógæfumaður hélt þá mönnum í gíslingu í nokkra daga og eru þau tengsl sem mynduðust milli ræningjans og fanga hans jafnan kölluð "Stokkhólmsheilkennið", þ.e. þegar menn taka afstöðu með kúgara sínum.

Í framhaldinu er þetta fært upp á íslensk stjórnmál. Nýleg skoðanakönnun sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur um þriðjungs fylgi meðal þjóðarinnar. Telur blaðakonan það geta bent til þess að Stokkhólmsheilkennið þjaki íslenska þjóð, þar sem átján ára valdatíð íhaldsins hafi leitt yfir okkur hrun og þrengingar. Ekki skal ég leggja dóm á það, en skoðum málið aðeins lengra.

Stokkhólmsheilkenni og Baugsmiðlar

Merki Samfylkingar/RauðsólarÞað sem gerir Bakþanka blaðakonunnar áhugaverða er að þeir eru birtir í Fréttablaðinu. Blaði sem er í eigu félags sem útrásarvíkingurinn Jón Ásgeir stofnaði í október 2008, rétt eftir hrun. Kaupin voru fjármögnuð með lánum sem hann fékk úr nýju bönkunum, enda er þessi sami Jón Ásgeir aðaleigandi Samfylkingarinnar.

Kröfur í þrotabú Baugs, sem Jón Ásgeir er jafnan kenndur við, nema 316.500 milljónum króna. Það jafngildir árslaunum allra vinnandi manna í Stykkishólmi og á Dalvík, samanlagt, í hálfa öld. Jón Ásgeir er því sannarlega einn af stóru skúrkum hrunsins. Skyldu Stokkhólmsheilkenni skýra að blaðamenn geti fengið það af sér að vinna áfram hjá Baugsmiðlum og þiggja laun frá fyrirtæki Jóns Ásgeirs?

Stokkhólmsheilkenni, IceSave og ESB

Ef niðurstaða blaðakonunnar er rétt hlýtur Stokkhólmsheilkennið að hrjá miklu fleiri Íslendinga en þá sem styðja íhaldið. Í samningunum um IceSave beittu Bretar ljótum meðulum. Um það er ekki deilt að þetta eru sannkallaðir kúgunarsamningar. Gögn málsins taka líka af allan vafa um að ESB, undir forystu Barrosos, tók þátt í gjörningnum og er ESB beinn gerandi í skepnuskapnum gegn Íslandi.

Samkvæmt könnunum styður hópur Íslendinga umsókn um aðild að ESB. Fær Samfylkingin aldrei bakþanka yfir að hafa sótt um á þessum tímapunkti? Skýrist það af Stokkhólmsheilkenni eða bara klassískum kratisma? Hvort er verra?

Næsti pistill á baksíðu Fréttabaugsins mætti vera um forsíður blaðsins á meðan IceSave var til umfjöllunar í þinginu, áróðursgildi þeirra og hvaða hagsmuna var gætt. 

 


Bloggfærslur 4. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband