23.9.2009 | 16:36
Barroso á Bessastaði
Ummæli Ólafs Ragnars eru óheppileg, svo notað sé diplómatískt orðalag. En hann er ekki einn um að tala "óheppilega" um Ísland í dag.
Portúgalski sérvitringurinn José Manuel Barroso, sem Samfylkingin vill gera að valdamesta manni íslenska stjórnkerfisins, fer nú um Írland og bullar um Ísland. Það er liður í áróðursherferð ESB til að hræða Íra til að samþykkja Lissabonsamninginn, sem þeir felldu í fyrra.
Annar furðufugl, Silvio Berlusconi, sem líka er valdamikill í stjórnkerfi ESB, sagði í vikunni að "kjarnaríki Evrópusambandsins" ættu að taka sig saman og koma sáttmálanum í framkvæmd ef ekki tekst að þvinga Íra til að segja já. Írar eru eina þjóðin innan ESB sem hefur fengið að kjósa um hina dulbúnu stjórnarskrá.
Berlusconi lýsti sjálfan sig nýverið besta þjóðhöfðingja Evrópu. Hann vill ólmur tryggja gildistöku Lissabon samningsins, enda eykur hann vægi stóru ríkjanna í ákvarðanatökum innan ESB, en minnkar vægi hinna smærri. Þeir stóru vilja ráða og munu ráða.
Þetta er glæsilegt. Nú sitja íslenskir embættismenn fram á nótt við að svara krossaprófi frá Brussel svo Samfylkingin geti komið þjóðinni undir "verndarvæng" þessara manna. Glæpamanns frá Ítalíu og portúgalsks sérvitrings með heimsveldisdrauma. Hryðjuverka-Brown er sterkur bandamaður þeirra.
Ef Ísland verður dregið þarna inn legg ég til að Bessastöðum verði breytt í sumarhús fyrir Barroso. Sérstakt forsetaembætti fyrir Ísland verður þá hvort sem er orðið endanlega óþarft.
![]() |
Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |