ESB fáninn dreginn niður?

Það er óskandi að eigendur Morgunblaðsins finni nýjan ritstjóra sem er ekki jafn þunglega þjáður af ESB blindu og Ólafur fráfarandi. Hann hélt þjóðahátíðardag Evrópuríkisins hátíðlegan með því að draga fána ESB að húni við heimili sitt í vor.

Ég óska Morgunblaðinu alls hins besta og vona að eigendur þess finni hæfan mann í starfið sem er tilbúinn að berjast gegn því að Ísland verði hluti af ESB. Einhvern sem heldur þjóðhátíðardaginn hátíðlegan á 17. júní, undir íslenskum fána.

Það er meira en nóg að Fréttablaðið, sem er borið ókeypis í hvert hús, skrifi linnulaust gegn hagsmunum Íslands og Íslendinga. Mogginn verður að mynda mótvægi við áróðursblað Jóns Ásgeirs og Samfylkingarinnar. 


Áfram Ísland, ekkert ESB!

 


mbl.is Ólafur lætur af starfi ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband