Klúðra fyrst og laga svo

"Þú tryggir ekki eftir á" er vel heppnað slagorð sem notað var af tryggingafélagi. Það er vel heppnað vegna þess að það sjá allir hvað það er rökrétt.

Nú ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að tryggja eftirá. Hún vill samþykkja ríkisábyrgð á IcaSave núna og sjá svo til. Taka svo kannski upp viðræður við Breta aftur seinna.

Það getur vel gerst seinna meir ef við teljum það heppilegt fyrir málstaðinn ... ég útiloka ekki að viðræður verði teknar upp að nýju síðar

Hvers vegna ekki að ganga frá málinu strax? Það veldur eflaust óþægindum að láta málið tefjast með tilheyrandi töfum á AGS prógramminu. En sá skaði er varla nema smámunir hjá þeim ósköpum sem óbreyttur IceSave samningur hefði í för með sér.

Það skyldi þó ekki vera að DV hafi haft eitthvað fyrir sér í frétt um að Bretar ætli að lækka IceSave reikninginn ef Ísland gengur í ESB? Er það planið? Að veifa lækkun framan í kjósendur til að fiska fleiri atkvæði með ESB aðild?

Frétt DV vakti ekki mikla athygli, líklega vegna þess hversu ótrúverðugt þetta er. En því miður þyrfti slíkur sóðaskapur ekki að koma á óvart þegar Samfylkingin er annars vegar. Ef rétt reynist, hvað sjá Bretar þá svona verðmætt við inngöngu Íslands í ESB? Ekki ætlar þeir að fella niður skuldir af góðvild einni saman.

Allt upp á borðið, sögðu þau. Hvernig væri það nú?

 


mbl.is Segir Ísland geta staðið við skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband