4.8.2009 | 09:36
Knésetja menn eigin þjóð af ásetningi?
Ef stjórnmálamenn eru tilbúnir að knésetja þjóð sína, hvað er þá ótrúlegt við að bissnessmenn vilji knésetja eigið fyrirtæki? Fór Sjóvá "heiðarlega" á hausinn? Málsvörnin í viðtengdri frétt er ekki ýkja trúverðug.
Engum dylst að það er einlægur ásetningur Samfylkingarinnar að knésetja íslensku þjóðina. Hún berst fyrir hagsmunum Hollands, Bretlands og ESB með kjafti og klóm og bregst illa við ef einhver (Eva Joly) reynir að halda uppi málsvörn fyrir íslenska þjóð.
Hún hamrar á því að við verðum að taka á okkur drápsklyfjar vegna IceSave. Þá getum við tekið stórt lán hjá AGS, til að geta tekið mörg lán frá vinaþjóðum. Þá fyrst öðlist íslensk fyrirtæki lánstraust erlendis og geta tekið meiri lán. Öll er þessi rökleysa af blindri tjónkun við Brusselvaldið.
Er þetta ekki svipuð hundalógík og notuð var í útrásinni?
Það er auðveldara að losa sig við skuldir þegar búið er að keyra fyrirtæki í þrot. Rétt eins og það er auðveldara að blekkja þjóð til að skríða til Brussel þegar búið er að buga hana.
Þetta eru tvær veirur af sama stofni: ESB-blinda Samfylkingarinnar og siðblinda útrásarinnar.
![]() |
Knésetja menn eigin fyrirtæki af ásetningi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)