18.8.2009 | 12:41
TOYOTA - tákn um gæði
Í október lánuðu Færeyingar okkur 6 milljarða. Það var neyðarlán.
Núna afskrifar Landsbankinn margfalda þá upphæð fyrir þyrlukarl.
Það er ekki í mannlegu valdi að bæta fólki það sem gerðist í bankahruninu sagði ráðherrann Árni Páll Árnason fyrir tveimur vikum (hér). Ekki er hægt að ráðast í niðurfærslur almennra skulda. Yfirlýsingin var alveg þvert á það sem sami ráðherra sagði í júlí (hér), en það var áður en að hann fattaði að það er AGS sem stjórnar, en ekki ríkisstjórnin.
Það eina sem er í mannlegu valdi er að afskrifa kúlulán og almennilegar milljarðaskuldir. Hvað skyldi Færeyingum finnast um þetta?
Enn hef ég ekki rekist á staðfestingu frá Landsbankanum á að frétt DV sé rétt. En sé hún það væri slíkur sóðaskapur efni í uppreisn einhvers staðar.
![]() |
Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2009 | 08:57
VARÚÐ: Lukkupottur framundan!
Geitungagildran er snjöll uppfinning. Þessi er af gerðinni Yellowjacket. Fórnarlambið kemst auðveldlega inn en það kemst aldrei aftur út.
Til að lokka geitunga í gildruna er settur í hana sætur ilmandi vökvi. Appelsín virkar mjög vel. Þeir skríða inn og halda að þeir séu komnir í algjöra paradís. En lukkupotturinn er bara gildra í fallegum litum.
Á endanum verða þeir blautir og klístraðir og geta sig hvergi hrært. Deyja svo drottni sínum í allt-í-plati sælunni.
ESB á alveg heilmikið sameiginlegt með geitungagildrunni frá Yellowjacket. "Once-in, never out" stendur á umbúðum. Í alvörunni!
Það væri rétt og heiðarlegt að setja slíkar áletranir á ESB kjörseðlana þegar þar að kemur. Sterkar aðvaranir eins og eru á sígarettupökkunum: "Varúð. Það verður ekki aftur snúið!".
Fleiri hugmyndir um viðeigandi aðvörunartexta?