Eðlileg kúgun

"Flest bendir til að Íslendingar eigi ekki annarra kosta völ en að gangast undir nauðungarsamninga til þess að geta haft eðlileg samskipti við Evrópuþjóðir, þar á meðal Norðurlönd."

Þetta segir Sigurður Líndal lagaprófessor í forvitnilegri grein í Fréttablaðinu í dag. En hvernig geta samskipti verði eðlileg ef grunnurinn er lagður með nauðungarsamningi? Er til eitthvað sem heitir eðlileg kúgun?

Grein Sigurðar er fyrst og fremst harkaleg gagnrýni á skrif Jóns Baldvins Hannibalssonar um IceSave málið. Sigurður segir að gamli kratahöfðinginn "skirrist ekki við að beita uppspuna og ósannindum til þess að koma boðskapnum á framfæri og villa þannig um fyrir almenningi".  

Það er líka almenn umfjöllun í grein prófessorsins. Þessi klausa er forvitnileg:

Við svo búið var þægilegt að fórna Íslandi þótt vikið væri til hliðar almennum grundvallarreglum í samskiptum siðaðra þjóða, sem er ein meginheimild þjóðaréttarins, sbr. 38. gr. samþykkta Milliríkjadómstólsins í Haag. Ísland skiptir hvort sem er litlu sem engu máli fyrir Evrópu.

Hvaða ályktanir á að draga af þessu? Grein Sigurðar má lesa hér.

 


mbl.is Enn margir lausir endar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband