Offramboð á krötum


Stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag er offramboð á krötum.

Þá er ég ekki að tala um þessa gömlu, sem á síðustu öld vildu bæta kjör þeirra sem minnst mega sín. Ég á við þessa nýju, frjálshyggjukratana sem vilja farmselja fullveldið, kjósa burt lýðræðið og láta undan kúgun Breta.

Ef þingmenn úr þeirra hópi tjá sig opinberlega um IceSave er það alfarið eftir flokkslínunni, þar sem útgangspunkturinn er að styggja ekki Evrópusambandið (eins og Ingibjörg Sólrún hefur útskýrt rækilega). Það vita allir svörin fyrirfram og tekur því ekki lengur að spyrja.

Lítil frétt á RÚV-vefnum er einmitt lýsandi, þar segir m.a.: "Andstaða við frumvarp um ríkisábyrgð hefur aukist í þingflokki Vinstri grænna og ekki er meirihluti fyrir frumvarpinu á þingi að óbreyttu." Samfylkingin er ekki nefnd á nafn í allri fréttinni, eins og hún hafi ekkert til málanna að leggja.

Það er ekki eðlilegt að enginn úr 20 manna þingflokki setji (opinberlega) fram spurningar eða fyrirvara við stórmál þegar svona mörg atriði eru umdeild. Þess vegna finnst mörgum sem öllu púðrinu sé eytt í að kynna málstað andstæðinganna og réttlæta slæma niðurstöðu, sem er eftir breskri uppskrift. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir segir "það er ekki öll nótt úti enn" veit maður ekki hvort það er jákvæð eða neikvæð athugasemd.

 


mbl.is Ekki öll nótt úti enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband