29.7.2009 | 12:48
Svíar mega selja snus!
Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir Eirík Bergmann dósent, sem óhætt er að mæla með. Hún er líka birt á vísi.is.
Þar þylur hann upp allar undanþágurnar sem ríki hafa fengið við inngöngu í gamla Efnahagsbandalagið og síðar Evrópusambandið. Sumarhús í Danmörku, byggingarlóðir á Möltu, sérstakar undanþágur um bómullarrækt og fleira. Þetta er þulið upp til að sýna framá að við getum fengið undanþágur varðandi fiskveiðar, enda heitir grein hans Nr. 1 - Sjávarútvegur.
Og rúsínan í pylsuendanum er:
"Svíþjóð fékk heimild til að selja varatóbakið snus á heimamarkaði."
Þar höfum við það.
Úr því að Svíar mega selja snus og Danir eru ekki neyddir til að selja Þjóðverjum sumarhús, eigum við Íslendingar fullan rétt á undanþágum frá Rómarsáttmálanum og sjávarútvegsstefnunni til að geta ráðið yfir auðlind hafsins sjálfir.Þarf eitthvað að ræða þetta frekar?
Hugmyndir dósentsins að útfærslu koma fram síðar í greininni:
Þetta væri t.d. hægt að tryggja með því að gera fiskveiðilögsögu Íslands að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Ekki er um að ræða almenna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur sértæka beitingu á ákveðnu svæði á grundvelli nálægðarreglu þannig að ákvarðanir um nýtingu á auðlind Íslands sem ekki er sameiginleg með öðrum aðildarríkjum ESB yrðu teknar á Íslandi.
Í þessu liggur hættan.
Það er stórvarasamt að reyna að ramma Ísland inn í hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB, enda er það mjög framandi hugmynd meðal sambandsþjóða að litið sé á fisk sem þjóðarauðlind. Það mun aldrei verða þannig við stóra hringborðið í Brussel.
Og nálægðarreglan er ekki sá mikli öryggisventill sem Samfylkingin fullyrti í kosningaplaggi sínu Skal gert, eins og Grænbók ESB frá 22. apríl sýnir glögglega.Að ætla föndra eitthvað með fiskimiðin leikur að eldinum sem hæglega gæti skaðað okkur meira en IceSave í fyllingu tímans.
![]() |
Íslendingar vilja á methraða í viðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |