Jafnvel kratarnir efast

Á vef RÚV var frétt í gær um að innan þingflokks Samfylkingarinnar aukist nú efasemdir um nauðasamningana um IceSave.

Það er merkilegt. Alveg stórmerkilegt.

Þegar jafnvel kratar eru farnir að efast og vilja setja fyrirvara, sem gæti hægt á ESB hraðlestinni til Brussel, þá er eitthvað alvarlegt að. Þetta segir okkur skýrar en nokkuð annað hversu vondir samningarnir um IceSave eru.

Nú er spurning hversu margir þingmenn endurtaka leikinn frá því á fimmtudaginn. Þá kom hver á fætur öðrum og sagði "Ég er á móti og segi ... segi já".

Það er hægt að hafna IceSave af mikilli kurteisi. Ekki með því að segja nei, heldur með því að setja fyrirvara við ríkisábyrgð. Það er diplómatísk höfnun með boði um áframhaldandi viðræður og leit að ásættanlegri niðurstöðu.

Það getur ekki verið ástæða til að óttast harkaleg viðbrögð og refsiaðgerðir. Vestrænum réttarríkjum er ekki stætt á að beita slíku í deilumáli sem þessu. Það er ekki eins og Steingrímur Joð og félagar séu að framleiða efnavopn.


Ef menn í alvöru þora ekki að hafna ríkisábyrgð af ótta við afleiðingarnar, þá er eitthvað virkilega ljótt í trúnaðarskjölunum sem við almenningur fáum ekki að sjá.  


Ótrúleg ummæli

Í annarri frétt RÚV í dag segir:

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi fyrir stundu ... að það væri hins vegar ekki kostur í stöðunni fyrir Alþingi að fella samninginn enda hafi verið skrifað undir hann með fyrirvara um samþykki Alþingis.

Þetta er makalaust. Lítur forsætisráðherra á Alþingi sem stimpilpúða fyrir stjórn sína? Samningurinn var einmitt gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis vegna þess að Alþingi - og aðeins Alþingi - getur skuldbundið ríkið til að gangast í ábyrgð. Ekki ríkisstjórnin. Ekki samninganefnd. Aðeins Alþingi. Þess vegna er málið til afgreiðslu þar.

Það ætlar seint að ganga á Nýja Íslandi að koma á alvöru skiptingu framkvæmda- og löggjafarvalds.

 


mbl.is Borga tvo milljarða fyrir Breta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband