15.7.2009 | 17:36
"ÞJÓÐINA Á ÞING" sögðu þau
Kjörorð Borgarahreyfingarinnar í kosningunum var Þjóðina á þing.
Mikið er fjallað um hvernig fulltrúar O-listans greiði atkvæði í ESB málinu. Nú er ekki pláss í þinghúsinu fyrir þá 227.896 sem hafa atkvæðisrétt. Og enn síður alla þá 319.368 sem búa á Íslandi.
Það sem þau geta komist næst því að setja "þjóðina á þing" er að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem er eðlilegt að gera í lýðræðisríki þegar mjög stór mál eru til umfjöllunar. Í Sviss var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort sækja skyldi um aðild að ESB.
Aðild að ESB er stærsta mál sem Alþingi hefur fjallað um frá stofnun lýðveldisins. Bara það að sækja um er svo stórt mál að það réttlætir fullkomlega þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna var það gert í Sviss.
Hvort er Borgarahreyfingin nær því að standa undir kjörorði sínu
- með því að samþykkja að sækja um aðild án umboðs frá þjóðinni?
- með því að leyfa þjóðinni að ráða í almennum lýðræðislegum kosningum?
Ef meirihluti þjóðarinnar segir já í kosningum um aðildarumsókn er búið veita stjórnvöldum óumdeilt umboð til að sækja um. Eftir allt fúskið og klúðrið veitir okkur ekki af að temja okkur fagleg vinnubrögð og vandaða stjórnsýslu. Þjóðaratkvæði um aðildarumsókn að ESB væri verðugt fyrsta skref. Það er ekkert hættulegt við lýðræði, því ekki að nota það?
Bara ekki skora sjálfsmark.
![]() |
Rætt verður til þrautar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 16:27
Þráinn skorar sjálfsmark!
Stundum skiptir ekki aðeins máli hvað er sagt heldur líka hvernig það er sagt.
Ef Þráinn Bertelsson styður tillögu Samfylkingarinnar er hann að skora klaufalegt sjálfsmark; ganga þvert gegn því sem Borgarahreyfingin stendur fyrir. Brjóta prinsippið. Hún var stofnuð sem andóf gegn gömlu valdaklíkunni og sem krafa um aukið lýðræði og öflugra Alþingi. Skilgetið afkvæmi búsáhaldabyltingarinnar.
Málatilbúnaður Samfylkingarinnar brýtur gegn öllu sem Borgarahreyfingin átti að standa fyrir.
Eftir kosningar knúði Samfylkingin fram málamiðlun við VG um að leggja fram þingsályktun um ESB umsókn og "fela Alþingi að taka ákvörðun". Núna skal tillagan samþykkt undir hótunum um stjórnarslit. Framkvæmdavaldið segir kjörnum fulltrúum á löggjafarþinginu fyrir verkum. Ekki er það til að efla Alþingi eða auka virðingu þess. Þetta er það sem Borgarahreyfingin vildi burt og fá gagnsæi og heiðarleika í staðinn.
Vissulega vill Þráinn standa við það loforð að leyfa þjóðinni að ráða. Það er bara ekki sama hvernig það er gert. Það væri miklu nær að spyrja þjóðina álits, sem líka er í samræmi við kjörorð Borgarahreyfingarinnar um "þjóðina á þing".
Nema auðvitað að menn hafi ekki verið að meina neitt með tali sínu um Nýja Ísland. Þá hjakka menn bara áfram í gamla farinu. Borgarahreyfingin líka.
15.7.2009 | 12:54
Ráðherra sagði satt!
"Landbúnaðarskýrslan er trúnaðarmál" segir í viðtengdri frétt og það það mjög í anda ESB. Ef innihaldið hentar ekki Evrópusambandinu er sannleikanum haldið leyndum. Það má líta á feluleikinn með skýrslu Háskóla Íslands sem æfingu í Brusselskum Evrópufræðum.
Það er ekki vel séð í Brussel þegar embættismenn segja satt. Síst af öllu ef þeir eru hátt settir og tala um lýðræðið" innan ESB. Hér er eitt alveg nýtt dæmi.
Fulltrúi Íra í Framkvæmdastjórn ESB er Charlie McCreevy, fyrrum fjármálaráðherra landsins. Hann er ráðherra málefna innri markaðarins (Internal Market and Services Commissioner). Fyrir mánaðamótin sat hann ráðstefnu endurskoðenda í Dublin.
Ég held að stjórnmálamenn í Evrópu viti að ef sama spurning hefði verið borin undir þjóðaratkvæði í löndum þeirra hefði niðurstaðan í 95% landanna orðið nei" líka.
Þetta sagði McCreevy um Lissabon samninginn. Honum varð það á að segja satt og hefur mátt þola gagnrýni fyrir. Írar verða látnir kjósa aftur um samninginn í október af því að þeir kusu ekki rétt" í fyrra, að mati ESB. Írar eru eina þjóðin innan ESB sem fékk að kjósa, en venjulega fá þegnar Evrópuríkisins aldrei að kjósa um neitt sem skiptir máli.
Niðurstaða kosninganna í október liggur fyrir. Meirihlutinn mun segja já þar sem ríkisstjórn Evrópuríkisins er staðráðin að spara sig hvergi og sjá þannig til að mistökin" frá því í fyrra endurtaki sig ekki. Þeir gerðu þetta líka 2002 og kunna handtökin.
ESB hótar Írum
Eftir þessi mistök er ljóst að McCreevy verður ekki á ráðherralistanum sem José Manuel Barroso, forsætisráðherra Evrópuríkisins, leggur fram í haust. Og það sem meira er, ef Írar gera ekki eins og þeim er sagt og kjósa "já" er líklegt að þeir fái engan fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB. Þessi dæmigerða ESB hótun gegn lýðræðinu kemur fram í máli Barrosos í Irish Times í gær.
![]() |
Landbúnaðarskýrslan sögð trúnaðarmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)