IceSave fyrst og handjárnin svo

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar segir m.a. í viðtali við Mbl.is:

... þurfum að takast á við þær breytingar sem verða samfara umskiptunum frá Nice-sáttmálanum yfir til Lissabon-sáttmálans

Það er enginn vafi í huga hans, frekar en annarra sem koma að stjórn mála innan ESB, að Lissabon samningurinn sé það sem koma skal. Til hvers að láta Íra kjósa ef það er þegar búið að ákveða þetta? Þetta endalausa skrum um lýðræði er bara hallærislegt.

Með því [EES samningnum] hefur Ísland lokið þremur fjórðu hluta vegferðarinnar að samrunanum við Evrópu

Hann nota þó réttu orðin. Lissabon samningurinn snýst jú um pólitískan samruna. Að breyta ESB úr sambandi 27 sjálfstæðra ríkja í eitt sjálfstætt sambandsríki: Evrópuríkið. Það ferli verður klárað með Lissabon samningnum. 

European


Fyrr í dag var önnur frétt á Mbl.is, sem má sjá hérna. Þar er rætt við Alexander Stubb utanríkisráðherra Finnlands, sem hefur líka margt fróðlegt fram að færa.

Þvert á móti þá munu þær [aðildarviðræðurnar] verða mjög erfiðar því grundvallarviðhorf Evrópusambandsins liggur fyrir: Það yrði hlutverk Íslands að fylgja reglum sambandsins.

Það er sama hversu fast við reynum að loka augunum, hinn pólitíski samruni er staðreynd. Málum, þar sem krafist er einróma samþykkis, fækkar jafnt og þétt. Það er fámennum ríkjum ekki í hag. Áhrif Íslands á eigin velferð verða ekki nema til málamynda og varla það, ef við villumst inn í Evrópuríkið.

Svo kemur rúsínan í pylsuendanum. Spurður um hvers vegna Finnar hefðu ekki stutt málstað Íslands í IceSave deilunni svarar Stubbs:

Finnar styðji sérhverja þá ákvörðun sem greiði götu Íslands að Evrópusambandsaðild.

Af þessu má gagnálykta að það hafi verið nauðsynlegt að þvinga Ísland til að gefa eftir til þess að tryggja greiða inngöngu Íslands í Evrópuríkið:

Borgið IceSave fyrst, svo setjum við á ykkur ESB handjárnin.

 

 

 


mbl.is Aðild Íslands sett í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍSAFOLD Á SÉR DRAUM

Ísafold á sér stóran draum. Drauminn um að þræla í veislunni hjá ömmu Brussu í útlöndum; helst að hreinsa motturnar þar sem stórmenni stappa skít af skónum sínum.  

Brown on top

Hún er tilbúinn að gera hvað sem er. Bera tröllið Tjalla á bakinu í sjö sumur og sjö vetur, svo að hann hætti að uppnefna hana hryðjuverkamann. Og hún lofar að kæra hann ekki, þó að hann hafi haft rangt við.

Hún vill borga aleiguna fyrir inngöngumiðann. Bókstaflega. Og líka hirða allt af börnunum sínum, börnum þeirra og barnabörnum og geri þau öll fátæk. Ef hún bara að fær að vera í bláum kjól með gulum stjörnum og bogra undir sama þaki og stórmennin í Brussel.

 


mbl.is Útlánin eiga að greiða Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband