EVA JOLY vill reka hann

Íslandsvinurinn Eva Joly náði kjöri á Evrópuþingið. Eitt af baráttumálum hennar er að koma Jose Manuel Barroso frá völdum, en hann er forseti Framkvæmdastjórnar ESB.

barrosoHenni verður ekki að ósk sinni. Barroso, Portúgalinn með stórveldisdraumana, er þegar búinn að tryggja sér nægan stuðning til endurkjörs og verður áfram forsætisráðherra Evrópuríkisins. Ef Ísland gengur í ESB verður það eftir lögtöku Lissabon samningsins og þá yrði sannkallað B-lið sem færi með æðstu völd í pólitískri stjórn Íslands.

Barroso yrði forsætisráðherra og Tony Blair, aðahöfundur stefnu frjálshyggju-krata, fær hið nýja embætti forseta Evrópuríkisins. Í gættinni stendur Gordon Brown og "hjálpar" Íslandi inn á hraðferð. Við háborðið situr líka gangsterinn og furðufuglinn Berlusconi.

Þetta eru nokkrir af valdamestu mönnunum, sem marka stefnuna og ráða för í pólitískri stjórnun Íslands á komandi árum, ef við villumst inn í Evrópuríkið. Þeir eru ekki líklegir til að hafa teljandi áhyggjur þó nokkur þúsund þegnar Evrópuríkisins, á eyju norður í höfum, verði ósáttir við eina eða tvær ákvarðanir, t.d. í fiskveiðimálum. Ekki frekar en í deilumálum um bankaskuldir. En þeir munu ráða. Ekki við.

Kjörsóknin í skrípaleik plat-lýðræðisins í ESB var 43%. Það myndi ekki duga til bindandi úrslita í prófkjöri í litlum flokki á Íslandi. Í Slóvakíu var 14% kjörsókn, enda vita Slóvakar að kosningarnar eru bara leiktjöld, til að geta sagt að innan sambandsins sé iðkað lýðræði. 


mbl.is Vinstriflokkum refsað í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband