7.6.2009 | 11:07
Ef þetta er sett í samhengi ...
"Ef öll fjárfestingarverkefni, sem til skoðunar eru í viðræðum um stöðugleikasáttmála, verða að veruleika, þýddi það fjárfestingu upp á 245 milljarða á næsta ári og yfir 3.500 ársverk yrðu til."
Þannig hefst viðtengd fréttaskýring í prentútgáfu Morgunblaðsins. Um er að ræða alls kyns verk; lagningu Sundabrautar, tvöföldun Suðurlandsvegar, orkuver, jarðgöng, álver, gagnaver og fleira.
Þetta eru stórar framkvæmdir, mörg ársverk og miklir peningar.
Upphæðin er samt aðeins hluti af því sem greiða á í vexti til Breta, samkvæmt IceSave samningnum sem kynntur var í gær. Bara í vexti.
Stærsta staka framkvæmdin sem nefnd er í fréttinni er Búðarhálsvirkjun. Hún kostar 30 milljarða. Það er talsvert minna en IceSave vextir í eitt ár. Það væri hægt að byggja jarðgöng fyrir afganginn.
Þetta er það sem okkur er gert að greiða fyrir "skuldir óreiðumanna" án þess að láta reyna á lagalega skyldu í málinu. Ekki furða að mann gruni að það sé eitthvað í þessu máli sem þjóðin fær ekki að vita um. Eitthvað leyndarmál. Ekki getur uppgjöf og aumingjaskapur verið skýringin.
![]() |
Stór verk í einkaframkvæmd? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)