4.6.2009 | 12:15
Hvar á valdið að liggja?
"Við búum í alltof miðstýrðu þjóðfélagi þar sem völd og áhrif liggja öll hjá ríkisstjórninni. Þau liggja öll á höfuðborgarsvæðinu. Það dregur til sín verðmætin. Það dregur til sín lífskjörin. Utan þessa svæðis situr eftir fólk sem á undir högg að sækja. Við verðum að breyta þessu. Það gerist ekki nema við færum valdið aftur út í héruðin."
Þetta segir Kristinn H Gunnarsson og er það í fullu samræmi við niðurstöður Assembly of European Regions (AER), úr rannskókn sem fjallað var um í þessari bloggfærslu í gær. Þá var tilefnið annað en niðurstöður AER ríma vel við það sem Kristinn segir.
Í niðurstöðum skýrslunnar segir m.a. þetta:
The findings suggest that a country's economic performance can be improved with:
- more influence of the regions on the national level
- more independence of the regions from the national level
- more financial competences and resources for the regions
- more competences in:
(1) recreation and culture
(2) infrastructure
(3) education and research
(4) health care
Skýrslan (tenglar í síðustu færslu) er miðuð við stærri ríki en Ísland, en niðurstöðurnar eiga samt erindi til okkar. Ekki síst ef við villumst inn í Evrópusambandið, sem væri algjörlega á skjön við það sem hagkvæmast er samkvæmt skýrslu AER.
![]() |
Valdið aftur út í héruðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)