Ráðherra á flippinu!

Utanríkisráðherra Íslands ferðast - án umboðs frá þjóð, þingi eða ríkisstjórn - að afla stuðnings Maltverja við inngöngu Íslands í ESB. Á sama tíma kynnir Assembly of European Regions (AER) skýrslu með niðurstöðum úr rannsóknum á hvaða áhrif dreifing valds (decentralisation) hefur á efnahag, samanborið við miðstýringu.

Megin niðurstaðan er: Minni miðstýringin = betri efnahagur.

Skoðuð voru 26 Evrópuríki, þar af eru 23 innan Evrópusambandins; þeim fámennustu var sleppt sökum smæðar. Niðurstöðurnar eiga ekki að fullu við um Ísland, en munu svo sannarlega gera það ef landið verður hluti af ESB. Við inngöngu er ákvörðunarvald flutt frá þjóðinni til yfirþjóðlegrar stjórnar í Brussel.

Um fjarlægt ákvörðurnarvald segir:
"Only the competences to make decisions are relevant for the economic prosperity of the regions, but not the competence or duty to implement someone else's policy."

Wash handsInnganga myndi kalla á stóraukna miðstýringu, þveröfugt við það sem æskilegt er, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar AER. 

Aukin miðstýring mun með tímanum draga bæði kraft og frumkvæði úr þjóðinni. Hnignunin, sem það veldur, er hið háa gjald sem Ísland þyrfti að greiða fyrir þátttöku í Evrópusambandinu um ókomna framtíð.

Stutta samantekt (16 síður) um niðurstöður rannsóknarinnar má finna hér.

 

... a significantly positive impact on the economic performance of countries and regions: in most aspects a higher level of decentralisation is linked to stronger economic growth.


Einhvers staðar myndi upphlaup, eins og það sem utanríkisráðherra gerir sig sekan um, leiða til afsagnar.

 


mbl.is Möltuferð ekki á vegum ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband