Super Mario í nýjum ESB bankaleik

EURO_propagandaESB leggur mikið upp úr ímyndinni. Skýrasta dæmið er Adonnino nefndin (1984) sem vann að hugmyndum um sameiginleg tákn Evrópusambandsins. Hún lagði m.a. til fána, þjóðsöng, Evrópudag, frímerki, sjónvarpsstöð, lottó, vegabréf og bílnúmer. Margt af þessu kom til framkvæmda.

Á hverju ári eyðir Evrópusambandið €350 milljónum í „kynningarstarf". Já, hvorki meira né minna en 63 milljörðum króna í áróður! Það er hærri fjárhæð en Coca Cola Company ver til auglýsinga.

Bæklingar, kynningar, vefsíður, ráðstefnur, barnaefni, auglýsingar o.s.frv.. Í fréttum RÚV í gær sáum við tölvuleik af heimasíðu seðlabanka Evrópu sem gengur út á „að fá evruna". Ég sá ekki betur en þarna væri gamla Gameboy hetjan Super Mario komin í bankaleik, klædd jogging-galla.

Smellið hér og spilið skemmtilegan evruleik Seðlabanka Evrópu.
Leikurinn er í boð áróðurssjóðs ESB, samstarfsaðila Samfylkingarinnar á Íslandi.

Í ár mun óvenju há upphæð renna til Írlands. Þá verða Írar látnir kjósa aftur um samninginn sem þeir felldu í fyrra. Hinir digru „kynningarsjóðir" verða nýttir til að fullvissa Íra um að þeir þurfi að kjósa „rétt" í þetta sinn. Þeir fái samt að ráða reglum um fóstureyðingar, varnarmál og skatta.

Á næstu fjórum mánuðum veður vel æfðum frösunum dembt yfir Íra. Hvað sé „Írlandi fyrir bestu", að þeir verði að vera „virkir þátttakendur", að þeir megi ekki „einangrast í samfélagi þjóðanna" og svo öll „efnahagsrökin" sem kom málinu ekkert við.

Þeir þola ekkert frjálst lýðræði, herrarnir í Brussel. Þeir gerðu þetta líka 2002.

Ef Alþingi heimilar utanríkisráðherra að sækja um ríkisborgararétt í Evrópuríkinu, fyrir alla Íslensku þjóðina, hverjar eru þá líkurnar á að áróðurs-evrur renni til Íslands á næsta ári?

 


Bloggfærslur 24. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband