Svo KRÓNAN er þá betri kostur!

Gengi krónunnar á eftir að flökta, bæði á innanlands- og aflandsmarkaði á komandi mánuðum og trúlega lækka áður en kreppan tekur enda.

Vefurinn eFréttir.is birti fyrir helgina viðtal við Ársæl Valfells lektor, sem talað hefur hvað mest fyrir einhliða upptöku evrunnar. ESB-sinnar vilja líka taka upp evru með því að ganga í Evrópusambandið og uppfylla Maastricht skilyrðin, en ekki einhliða.

Eitt af svörum Ársæls er athyglisvert:

Menn gleyma því að ef Ísland uppfyllir Maastricht skilyrðin með eigin gjaldmiðil, þá þarf það ekki á evrunni að halda.

Og það er einmitt málið.

Ísland þarf að uppfylla skilyrðin með eigin gjaldmiðil til að geta tekið upp evruna. Þessi skilyrði eru markmið sem Ísland þarf að setja sér hvort sem er.

PeningatréÞegar þeim er náð þurfum við ekki á evrunni að halda, að mati Ársæls. Sem hlýtur að þýða að krónan sé betri kostur þegar á allt er litið.

Ísland verður áfram fámennt eyríki sem á sitt undir fiskveiðum og útflutningi hrávöru.

Evran verður áfram þýsk/frönsk mynt sem stjórnast af þróun í fjölmennum iðnaðar- og þjónusturíkjum.

Það má ekki skipta um gjaldmiðil nema öruggt sé að sá sem kemur í staðinn sé betri fyrir íslenskt hagkerfi. Ekki skipta bara til að skipta. 

Svo mikið er víst að Ísland mun ekki stökkbreytast á einni nóttu í mið-evrópskt iðnríki við það að skipta um gjaldmiðil.

 


mbl.is Bil krónugengis eykst á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband