15.6.2009 | 18:59
ESB: Þú fattar ekki eftirá!
Það er ljóst á fréttum dagsins að nauðasamningar um IceSave eru forsenda fyrir lánafyrirgreiðslu frá Norðurlöndunum, ólíkt því sem tveir norrænir ráðherrar sögðu í síðustu viku. Samningarnir tengjast einnig hinni ólæknandi ESB-veiru sem hrjáir Samfylkinguna, en forsætisráðherra gleðst yfir því að njóta stuðnings starfsbræðra sinna á hinum Norðurlöndunum í því máli.
En hvað viljum við? Það er stuðningur þjóðarinnar sem ræður úrslitum. Vill meirihluti Íslendinga virkilega ganga í ESB og vera þar til frambúðar?
- þar sem þingkosningarnar eru grín, með 43% kjörsókn
- þar sem kommissararnir eru ekki kjörnir af þegnunum
- þar sem ókosnir sérfræðingar í 3.094 vinnuhópum móta farveginn
- þar sem úrslit lýðræðislegra kosninga eru ekki tekin til greina
- þar sem Ísland hefði 0,064% vægi
- þar sem kjósendur eiga aldrei kost á að kjósa um stefnu
- þar sem menn eins og Berlusconi eru í hópi þeirra valdamestu
- þar sem Gordon Brown býður okkur velkomin
- þar sem Eva Joly nær ekki að reka Barroso (því miður)
- þar sem þeir stóru og sterku ráða, hvað sem skipuritið segir
- þar sem valdið er fjarlægt og andlitslaust
- þar sem lýðræði er ekki til
Nei takk, ekki ég.
Því miður virðist enginn áhugi meðal stjórnvalda að leggja í vandaða kynningu á Evrópusambandinu svo allir geti tekið upplýsta afstöðu. Ekkert frekar en að upplýsa þingmenn um innihald nauðasamningana um IceSave. Heldur skal sótt um undir því yfirskini að þetta séu "bara viðræður" og að við fáum að kjósa um samning seinna.
Ef við villumst inn í Evrópusambandið erum við komin til að vera. Til frambúðar. Þar sem aðrir en við sjálf ráða ferðinni í málum okkar. Þá verður ekki aftur snúið, sama hversu ósátt við erum. Þá dugir ekki að berja búsáhöld. Það er of seint að fatta eftirá.
![]() |
Ekki ríkisábyrgð á leynisamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |