Við erum öll snillingar

Ein lítil setning í viðtengdri frétt byrjar svona: "Að skortselja skuldabréf með því að kaupa samning um skuldatryggingaálag ..."
Var bara að spá í hversu margir gætu skýrt í stuttu máli hvað þetta þýðir.

MoneyVið hrunið breyttust allir Íslendingar í sérfræðinga í fjármálum. Alveg eins og þeir sem horfa á fótboltaleik verða sérfræðingar og vita betur en þjálfarinn, sérstaklega þegar illa gengur! Nú gengur illa í fjármálum og við erum öll orðin snillingar í peninga- og efnahagsmálum.

Það er hversdagslegt að tala um stýrivexti og bindiskyldu. Og orð sem fæstir höfðu áður heyrt eru orðin kunnugleg: Vaxtamunarviðskipti, afleiðusamningar, skuldatryggingaálag, skortstaða, undirliggjandi eignir, vafningar, o.s.frv.

Ef þér fannst setningin hér að ofan létt, þá er hér önnur lítil æfing í fjármálafræðum fyrir venjulegt fólk, tekinn úr grein í Viðskiptablaðinu:

Engar undirliggjandi eignir á borð við skuldabréf eru í afleiðum í þeim vafningum sem innihalda skuldatryggingar. Gerningarnir tengjast hinsvegar stöðum í eignasöfnum og fá af þeim tekjustreymi gegnum skiptasamninga þar, sem byggjast á samkomulagi fjárfesta um að taka á sig undirliggjandi gjaldþrotaáhættu.


Annars er fréttin um ummæli sem George Soros lét falla í viðtali við CNN Moeny. Soros er meðal þekktustu fjárfesta í heimi, en Ástþjór Magnússon lagði til í kosningabaráttunni að fá þennan tæplega áttræða Ungverja til landsins til að veita ráðgjöf.

Sá gamli heldur því fram að viðskipti með skuldatryggingarálag sé tæki til gjöreyðingar. Auðvitað gat maður sagt sér það sjálfur! Og munum að afleiddar skuldatryggingar hræða markaði.

 


mbl.is Soros: Tæki til gjöreyðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband