9.5.2009 | 23:27
Til hamingju! Með hvað???
Í dag er 9. maí, þjóðhátíðardagur Íslendinga.
Þessi dagur verður hinni nýi þjóðhátíðardagur okkar ef Samfylkingunni tekst að tæla VG til að sækja um aðilda að ESB og fullkomna svo fólskuverkið með inngöngu í Evrópusambandið.
Í dag er sem sagt Evrópudagurinn.
Ég ætlaði ekki að hafa orð á þessum degi, en á ferð um Reykjavík í kvöld sá ég hinn bláa fána ESB dreginn að húni. Það vakti ónotatilfinningu að sjá þessa bláa dulu blakta við hún við íslenskt heimili. Að fólk skuli vera farið að halda upp á þennan dag nú þegar.
Eigandi dulunnar, sem á sök á þessum hallærislega gjörningi, tilheyrir elítunni sem sett hefur Evrópu-slagsíðu á íslenska fjölmiðla.
Einn varaþingmanna Samfylkingarinnar skrifaði bloggfærslu í fyrradag þar sem hann lýsir þeim draumi sínum að ganga í Evrópusambandið 17. júní 2011. Og ekki bara það. Hann vill gera það "við hátíðlega athöfn á Hrafnseyri við Arnarfjörð á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar".
Getur smekkleysan orðið nöturlegri. Að afsala sér fullveldinu og "halda upp á það" á fæðingarafmæli og fæðingarstað frelsishetjunnar! Sumir kunna ekki að skammast sín.
Sjálfur vann ég á Hrafnseyri fyrir tæpum 20 árum, þar sem unnið var að opnun safns Jóns Sigurðssonar. Glæsilegt framtak sem Hallgrímur Sveinsson, staðarhaldari á Hrafnseyri, átti mestan heiður að. Það væri hrein og klár svívirða og ætti að varða við lög að draga Evrópufánann að húni á þeim merka stað.
![]() |
Ný ríkisstjórn á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.5.2009 | 17:49
Til hvers að kjósa?
Það sem er sorglegt við þessa frétt er sannleikurinn sem hún lýsir. Fólk sem býr í Evrópusambandinu sér ekki tilganginn í því að mæta á kjörstað. Þannig yrði þetta líka hér á landi ef Íslands slysaðist inn í Evrópusambandið, þar sem lýðræðið er bara upp á punt.
Í síðustu viku brýndu sænsk dagblöð það fyrir almenningi að kjósa til Evrópuþings, af því að stjórnvöld í Brussel ráði miklu meiru en sænska þingið um lagasetningu, almenna velferð og daglegt líf Svía. Nú er minna mánuður til kosninga og áhugi meðal almennings hverfandi.
Kjörsókn fór niður í 45% árið 2004 og er talið að kjörsókn fari niður í 34% núna. Svona kjörsókn myndi ekki einu sinni duga í bindandi úrslit í prófkjöri í litlum framsóknarflokki á Íslandi. Hér er verið að tala um löggjafa 27 Evrópuríkja.
Barátta okkar snýst fyrst og fremst um það að afstýra því að fólkið sitji heima.
Þetta sagði kommissar landbúnaðarmála hjá ESB. Að hugsa sér að valdhafar í "lýðræðisríki" þurfi að berjast fyrir því að fá fólk til að kjósa.
Svona gerist þegar menn búa við fjarlægt vald í áratugi. Á endanum verða þeir dofnir fyrir því og upplifa það sem eðlilegt ástand að borgararnir geti ekki haft nein áhrif. Það fer enginn út til að berja potta og pönnur. Þeir vita að atkvæði þeirra breyta engu. Það er vond og lúmsk þróun sem læðist aftan að mönnum á mörgum árum, deyfir framtakið og skaðar samfélagið.
![]() |
Hægrimönnum spáð sigri í kosningum í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |