Kosningar? Hvaða kosningar?

Á morgun verður lögð fram tillagan um aðildarumsókn Íslands að ESB og stjórnarandstaðan undirbýr mótleik. Í tilefni af því er rétt að íhuga aðeins kosningarnar til Evrópuþingsins, sem eru rétt að bresta á.

Ugly_EuropeÞað verður byrjað að kjósa á fimmtudaginn í næstu viku og kosningunum lýkur annan sunnudag. Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir Einar Má Jónsson um kosningaumræðuna í Frakklandi, sem er prýðilegt innlegg í þá íslensku.

Það sem stjórnmálafræðingar og fjölmiðlamenn segja um frambjóðendur og kosningabaráttuna sýnir hvað Evrópuþingið er fjarlægt almenningi. Nokkrir punktar úr grein Einars Más:

  • Nú er Rachida Dati fallin í ónáð, Sarkozy ætlar að losa sig við hana með að senda hana í skammarkrókinn á Evrópuþinginu í Strassborg ...
  • Michel Barnier var ráðherra og enginn tók eftir honum, bráðum verður hann væntanlega kominn á þing í Strassborg þar sem enginn mun heldur taka eftir honum.
  • Varla nokkur maður í Frakklandi virðist taka þessar Evrópukosningar alvarlega, og margir leiða þær með öllu hjá sér.
  • "Hvaða kosningar?" spyrja þeir ef þær ber á góma ...
  • Menn vita að á þetta þing í Strassborg eru einkum sendir þeir sem menn vilja af einhverjum ástæðum losa sig við úr stjórnmálum
  • Þeir eru sárafáir sem velja af sjálfsdáðum þetta þing ... flestir þeir sem þangað dæmast taka þann kostinn að láta sem sjaldnast sjá sig ...


Auðvitað skipta kosningar til Evrópuþings engu máli varðandi Evrópusambandið sjálft. Innan ESB er lýðræði algjört aukaatriði og kosningarnar bara óþægilegt formsatriði sem þarf að uppfylla. Þegnar Evrópuríkisins munu aldrei fá að kjósa um pólitíska stefnu, hvað þá einstök mál.

En kosningarnar eru samt ekki tilgangslausar.

"Menn líta stundum á þessar kosningar sem nokkurs konar "alvöru" skoðanakönnun sem leiði í ljós breytingar á fylgi flokka" segir Einar Már í grein sinni. Það er ekki óþekkt á Íslandi að hefna þess í héraði sem hallaðist á þingi. Þessi dýra skoðanakönnun er af sama meiði. Úrslitin endurspegla pólitíkina heimafyrir en tengjast ekki pólitísku starfi Evrópusambandsins. Lokaorð greinarinnar eru í takt við það: "Þannig hafa kosningarnar a.m.k. fengið einhvern tilgang."

 


mbl.is Sameiginleg ESB-tillaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlusta allir sjálfstæðismenn á Bylgjuna?

"Þú vilt ekki missa af Reykjavík síðdegis" segir hún stundum, konan í útvarpinu. Í gær, á hægrideginum, var gerð skoðanakönnun hjá Reykjavík síðdegis. Hún er ábyggilega ekki eins marktæk og hjá Capacent, úrtakið óljóst og skekkjumörk talsverð. En niðurstaðan gefur vísbendingu.

Fylgi flokkannaSamkvæmt könnuninni hefur Sjálfstæðisflokkurinn aukið fylgi sitt verulega, en ef kjörfylgi stjórnarflokkanna væri það sama og könnunin sýnir myndu þeir missa helminginn af 34 þingmönnum sínum. Fylgið hefur hrapað um meira en helming.

Þessi niðurstaða segir okkur annað hvort: a) að Sjálfstæðismenn séu duglegri við að hlusta á Reykjavík síðdegis en aðrir, eða b) að fylgi stjórnarflokkanna hafi dalað verulega. Ef b-skýringin er rétt má eflaust rekja það að hluta til ESB-ofstækisins og að hluta til meints aðgerðarleysis í málum sem varða heimilin og hinn almenna borgara.

StjórnarfylgiÞað síðastnefnda kemur líka fram í hratt dvínandi trú á störfum ríkisstjórnarinnar. Aðeins áttunda hverjum þátttakanda finnst stjórnin standa sig vel á meðan nærri 70% gefa henni slæma einkunn.

Sveiflurnar á rúmum mánuði eru með hreinum ólíkindum.

 


Bloggfærslur 27. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband